Valsblaðið - 24.12.1970, Side 44

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 44
42 VALSBLAÐIÐ hans, sem Gústi hefði svona rnikirm áhuga á. Nei, það kom upp úr dúrn- um, að það mundi vera ein sérstök, sem hann dáðist að, kannske í tvenn- um skilningi, og svo mikið er víst, að hún er nú konan hans og heitir Elín- borg Kristj ánsdóttir! Hún hefur því komið nokkuð við sögu Vals, og þegar hún var spurð um þetta svaraði hún: — Fyrstu kynni mín af handknatt- leik munu hafa verið árið 1958, en þá var ég ekki félagi í Val, heldur KR, að ég breytti til stafaði af því að ég byrjaði með öðrum flokki í KR, og fór svo að leika með meist- araflokki, en svo datt þetta allt nið- ur þar. Þær hættu allar þær eldri, sem höfðu haldið KR-liðinu uppi. En þá var það að vinkona mín þekkti handknattleiksstúlku í Val, og þann- ig komst ég í kynni við félagið, að vísu hafði ég farið skíðaferðir upp í Valsskála áður og kynntist þar fólk- inu og kunni vel við þetta allt saman, og þannig fór það að ég fór að æfa með Val,, þó að ég byggi í Vestur- bænum! Ég hef unað mér vel í Val og aldrei séð eftir því að ílendast þar, eign- ast þar góðar vinkonur — og eigin- mann. Mér hefur þótt mjög gaman að taka þátt í þessu í Val og minnist þess ábyggilega alla tíð. Þetta hefur allt verið sem sagt skemmtilegt, en ég held að það eftirminnilegasta verði alltaf íerð flokksins til Norð- urlandanna 1964 að mig minnir. Það verður ógleymanlegt æfintýri. Ástæðan til þess að ég hætti var sú, að við eignuðumst lítinn dreng, og þá komu erfiðleikarnir með „barnapíu", líka þar sem Gúst.i þurfti að æfa bæði með Val og lands- liðinu. Þó byrjaði ég aðeins, og vinveittir Valsmenn og fleiri hjálpuðu til, en þetta gekk ekki til lengdar. Mig minnir, að ég hafi komið inn í fyrsta mótið, sem Valur vann í kvennaflokki, þegar sigurtímabil hans hófst, sem segja má að enn standi yfir. Alls lék ég 45 leiki, með meistaraflokki, ef ég man rétt. Og þegar ég lít til baka yfir þessi ár, er þar ekkert að sjá nema skemmtilegar stundir í góðum félagsskap. Jóhann Ögmundsson, 20 ára. Þátttaka mín í knattspyrnunni í Val er nú ekki sérlega mikil, ég æfði og lék mest, þegar ég var 12—13 og 14 ára. Á þeim árum var ég alltaf i sveit á sumrin, svo þetta slitnaði allt í sundur hjá manni. Svo komu önnur áhugamál, ég fór að leika með í hljómsveit, og það gaf ekki góðan tíma til æfinga. Fyrir nokkru síðan fór ég að æfa svolítið handknattleikinn og komst í fyrsta flokk og æfði þar mér til heilsu- bótar með skólanum, þegar ég hafði tíma. Ég hef nú hug á að halda svo- lítið áfram í þessu, en ég geri ekki ráð fyrir að verða neitt til stór- átaka héðan af, en vona að ég hafi tíma til að æfa svolítið, þegar ég er búinn að fullgera íbúðina mína, eða eftir áramótin. Ég var einnig töluvert í fimleik- um, og mér finnst ég vera að missa þetta allt niður, og maður hefur ótrúlega gott af því að æfa og vera með. Þó ekki væri nema heilsunnar vegna ven5ur maður að aðhafast eitthvað. Þó að ég hafi ekki verið mikið virkur í Val, er hugur manns alltaf við félagið bundinn. Lárus Ögmundsson, 19 ára. I síðasta tölublaði „Vals“ sagði Lárus nokkuð frá ferli sínum í gegn- um yngri flokkana, en hann kom fram í þættinum „Þeir ungu hafa orðið“, en þá var hann fyrirliði í öðrum flokki, og sagðist honum vel, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hvað hefur gerzt hjá þér síðan, Lárus ? Nú, þetta hefur gengið sinn gang, keppnisárið í ár hefur liðið með öll- um sínum leikjum og æfingum. Það hefur að mínu viti ekki gengið eins vel og maður hafði gert ráð fyrir. Orsökin hefur ef til vill verið of mik- il sigurvissa. Við höfðum mjög góðu liði á að skipa, en það var þetta eitt- hvað sem vantaði, eða rétt herzlu- muninn. Höfnuðum í öðru sæti í íslandsmóti í okkar riðli, og svipað í Haustmótinu. Sem sagt, það vant- aði alltaf þennan herzlumun. — í hverju lá þetta? — Það er ekki hægt að leyna því, að við vorum ákaflega bjartsýnir. Ef til vill höfum við vanmetið mótherj- ana og þá sérstaklega KR-ingana, þeir komu okkur á óvart. Víkingarn- ir og KR-ingarnir voru búnir að ala upp í okkur „grobbið" og hömruðu á því að við værum með langsterkasta liðið. Þetta hafði sálræn áhrif á okk- ur, og hjálpaðist þetta allt að til að villa um fyrir okkur. Leiðinlegasti leikurinn í sumar var úrslitaleikurinn í Haustmótinu við KR. Við byrjuðum vel, höfðum átt ágætan leik, okkur hafði ekki tekizt að skora, en leikar stóðu 1:1. í síð- ari hálfleik gekk allt á afturfótunum fyrir okkur, og leikurinn endaði 4:1 þeim í vil. Við göngum aðeins tveir upp í haust, svo liðið heldur sér að mestu, og vona ég að þeir hefni fyrir þetta. Að betta gekk ekki betur er ekki neinum sérstökum um að kenna. Þorsteinn Friðþjófsson var ágætur þjálfari, og verður honum ekki um þetta kennt, þetta var bara sök okk- ar sjálfra. Sverrir Ögmundsson, 15 ára. Það er nú stutt síðan ég kom í Val, áður var ég í Ármanni, en það var svolítið erfitt, því bræður mínir voru allir í Val, og mikið lof borið á það félag, og innra með mér var ég alltaf Valsari. Skólafélagar mínir margir voru Valsmenn og sögðu þeir mér sögur af Val. Ég hef stundað handknattleik hjá Val í þriðja flokki, og svo hef ég hugsað mér að æfa knattspyrnu með Val. í Ármanni var ég í knattspyrnu, en þegar ég kynnti mér þetta hjá Val, leizt mér betur á mig þar, og ætla að æfa þar af krafti næsta ár. Geir Guðnmndsson: Ég byrjaði að æfa knattspyrnu 1933 eða 1934 og naut þá handleiðslu Reidars Sörensen og síðar Grímars og Frímanns. Lék ég síðan í yngri flokkunum, og komst upp í meistaraflokkinn 1939, og varð þar fastur eftir það í allmörg ár, eða til ársins 1950, en það ár lék ég síðast með meistaraflokki, en alls urðu leikirnir 92 talsins. Eitt ár úr keppnisferli mínum er mér minnistætt, en það var árið 1942, en þá unnum við öll mót, sem haldin voru í handknattleik og knatt- spyrnu það ár, og við höfðum aðgang að (Geir var einn af fjórum, sem léku alla leikina í öllum mótunum, hinir voru: Sigurður Ólafs, Grímar og Frímann.) — Hvernig féll þér að vera þjálf- ari, Geir? — Það var ágætt og skemmtilegt, þetta voru góðir og áhugasamir strákar, sem ég var með bæði þegar ég þjálfaði annan flokkinn og eins þau ár, sem ég þjálfaði meistara- flokkinn. Við urðum Reykjavíkurmeistarar 1963 og bikarmeistarar 1965, svo ég get vel við unað. Á tímabili var ég næstum hættur að fylgjast með knattspyrnunni, en eftir að ég komst inn í þetta aftur fylgist ég með því sem mér þykir athyglisvert. — Þcgar þú lítur til baka, Geirf ert þú þá ánægður með að hafa gef- ið þig íþróttunum á vald? — Já, ég er mjög ánægður með þetta, ég hef átt ákaflega skemmti- leg ár í Val, bæði í knattspyrnu og handknattleiknum. Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun. — Er það þægileg tilfinning, að sonurinn skuli fara sömu braut og þú? — Ég veit nú ekki, hvað maður á að segja um það, maður er ánægður með að hann skuli fara í þetta, því

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.