Valsblaðið - 24.12.1970, Side 45

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 45
VALSBLAÐIÐ 43 Frítnann Hviifason: Hver er Valsmaðurinn? Rœtt við hann fimmtugan Sigfús Halldórsson og mynd eftir hann af æskustöðvunum við Laufásveg. Þeir, sem muna eftir þriðja flokki Vals um miðbik áratugsins 1930— 1940 minnast ef til vill lítils bak- varðar sem lék með liðinu. Hann var með dökkt, hrokkið hár, og vakti athygli fyrir það hve þéttur hann var á velli, og það svo að sum- um þótti nóg um. Ekki bagaði þetta vaxtarlag manninn, hann var snögg- ur og snar í hreyfingum og hafði augsýnilega gaman að knattspyrn- unni, ljómaði allur af leikgleði, það má ef til vill alveg eins kalla það lífsgleði. Þessi ungi maður hét Sig- fús Halldórsson. Hann vann sér fljótt traust félaga sinna og var fljótt settur sem fyrirliði þriðja flokks, og gengdi því embætti með miklum ágætum og skyldurækni. Það kom líka fljótt fram, að Valur hafði eignast hjarta hans allt, og það sló í sífellu fyrir Val, og þó að hann hætti að æfa og keppa fyrir Val hefur aldrei nein breyting orðið þar á, og það þótt önnur hugljúf áhuga- mál hafi hrifið hann til sín. Þar hefur Sigfús líka náð lengra en í knattspyrnunni, og þó er ekki að vita íþróttir halda unglingum frá því að lenda í allskonar vitleysu annarri. Þetta er holt og heilsusamlegt fyrir unglinga að standa í þessu, þrosk- andi bæði líkamlega og andlega. Hekla Árnadóttir: Eiginkona Geirs er Hekla Árna- dóttir, og hefur hún komið við sögu íþróttanna á landi hér, því um skeið var hún bezti spretthlaupari kvenna, og átti um nokkurt skeið íslandsmet í 80 m hlaupi. Hekla var alltaf hlé- dræg, og lét ekki fara mikið fyrir sér, hvort sem það var í keppni eða annarsstaðar. Er mér alltaf minni- stætt atvik, sem undirstrikar þetta nokkuð. Hún var að keppa í sprett- hlaupi, og er langt á undan keppi- nautum sínum, en þegar hún kemur að markinu, gerir hún sér lítið fyrir og beygir sig undir snúruna, alveg eins og það væri svo áberandi að slíta hana í sundur! Síðar sagði hún mér brosandi, að hún hefði verið svo hrædd við að hún mundi meiða sig á bandinu, ef hún hlypi á það! Þegar Hekla var spurð um þátt- töku sína í íþróttum, svaraði hún: — Ég var í handknattleik í Ár- manni um nokkurt skeið, og svo var ég í hlaupum. Ég tók þátt í frjáls- íþróttum og keppti í 80 m hlaupi, og einhvernveginn vildi það svo til, að ég setti met, en ég man ekki árang- urinn, hann Geir man það víst. — Og Geir var minnugur á þetta og upplýsti, að hún hefði tvisvar sett íslandsmet, í 80 m hlaupi, og bezti árangurinn hefði verið 11,2 sek. — En hvað um handknattleikinn ? Við urðum Reykjavíkurmeistarar og Islandsmeistarar að mig minnir nokkrum sinnum. Það má til gamans geta þess að á þessum árum keppt- um við Ármannsstúlkurnar alltaf í Valsbúningnum, og þjálfari okkar var Grímar Jónsson í Val. Nú er ég löngu hætt þessu öllu saman, en mér þykir gaman að sonur okkar skuli iðka knattspyrnu af áhuga, því ég er alltaf hlynnt íþróttum, og verð það vonandi alltaf. Árni Geirsson. Sonur þeirra hjóna er Árni Geirs- son, sem byrjaði ungur að leika knattspyrnu með Val, og það er greinilegt, að honum kippir í kynið til föður síns, ekki aðeins með áhug- ann heldur hafa þeir ýmislegt svip- að í fari sínu á vellinum. Báðir traustir og öruggir, en Árni þó ívið hraðari í aðgerðum, og gæti það verið tillegg frá móðurinni! Fyrir nokkru sagði Árni nokkuð frá ferli sínum í gegnum yngri flokka Vals í þættinum „þeir ungu hafa orðið“. Var hann þar sem full- trúi og varafyrirliði í þriðja flokki. — Árni, hvernig er að vera fyrir- liði í unglingalandsliði ? Það er mikil ábyrgðarstaða, mað- ur verður að gera sér fulla grein fyr- ir því forustuhlutverki, sem maður hefur verið settur í. Maður þarf að tala við strákana, og hvetja þá, og þá ekki síður utan vallarins. í leik verður maður að reyna að stjórna þessu svolítið, og reyna að hafa áhrif á gang okkar leiks. Annars kom þetta mér mjög á óvart að mér skyldi vera falið þetta hlutverk, þar sem ég hef aldrei verið aðalfyrir- liði í liði, og fannst því að ég hefði ekki nóga reynslu til þess að taka þetta að mér. Hvað vilt þú segja um þessa tvo unglingalandsleiki, sem þú hefur leikið nú í haust? Mér fannst Skotarnir miklu gróf- ari og ólöglegri, og dómarinn fannst mér ákaflega hlutdrægur, að því leyti fannst mér sá leikur mun leið- inlegri. Ég held líka, að dómarinn með framkomu sinni hafi haft slæm áhrif á liðið í heild. Það kom oft fyrir að þegar við vorum í sókn, að hann stöðvaði leik- inn, og þá urðu strákarnir ergilegir og fer það í skapið á manni. Samstemningin í liðinu er góð, en það hefur verið of lítill undirbúnings- tími hjá því eða þrjár vikur fyrir leikina, en nú er samstillingin að koma sem hefði þurft að vera fyrir leikina, við hefðum þurft minnst tvo mánuði. — Hvað vilt þú segja um annan flokk Vals í sumar? Ég er óánægður með hann per- sónulega, því ég held að lið Vals hafi átt beztu einstaklingana í sumar, en þeir skiptust svo á milli Meistara- flokks og annars flokks, að samæf- ingar voru ekki nógu góðar. Ég vil svo að lokum hvetja Vals- menn til þess að standa sig sem bezt á 60 ára afmælisárinu og vinna sem flest íslandsmót.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.