Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 48
46 VALSBLAÐIÐ Frímann llelguson: Konan á bak viö Þegar við fórum að raða niður efni í Valsblaðið að þessu sinni kom fram sú hugmynd að hefja nýjan þátt í blaðinu, sem bæri heitið: „Konan bak við Valsmanninn“. Ef vel tækist til ætti þetta að geta orðið varanlegur þáttur, því víst er um það, að á meðan Valur er til verða líka til konur, sem standa á bak við þá menn, sem vinna að velgengni Vals. Þeir menn, sem kvæntir eru, geta það ekki nema að nota til þess tíma, sem eiginkonan og heimilið, strangt til tekið, á kröfu til. Það er vafasamt að konan fái notið þess sannmælis að hún á sinn mikla þátt í því starfi, sem gerist úti í íþróttafélögunum, og unnin eru af eiginmönnum þeirra þar. Ef þessi þáttur gæti orðið til þess að koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra fyrir veitta aðstoð, og skiln- ing á þessu starfi eiginmanna þeirra fyrir félagið, þá væri ekki til einskis af stað farið. Hér er ekki dregið í efa að mörg konan stendur dyggilega bak við mann sinn, sem hefur af áhuga valið það hlutskipti að sinna félagsmálum, og þá ekki sízt æskulýðsmálum. Marg- ar þeirra skilja fyllilega nauðsynina á því að sinna þeim, að þangað veljist menn, sem hafa áhuga á því að taka þátt í uppeldi æskunnar þó að það ger- ist utan heimilanna, og þó að það séu ekki þeirra eigin börn. Þegar við förum af stað með þenn- an þátt er okkur ljóst að það er erfitt að velja hverju sinni, því sem betur fer er hópurinn svo stór sem hægt er síður fyrir það, að þeir máttu alltaf vera að því að tala við okkur. Svo voru það aðrir, sem aldrei máttu vera að því að tala við okkur strák- ana. Við stóðum þarna með augun full af aðdáun og það var ekki tekið eftir því. Sumir tóku eftir þessu, og Frímann var einn af þeim. Ég man eftir því, að sumir leikmenn hlupu út af vellinum, einkanlega ef illa gekk. Aðrir fóru rólega eins og t. d. Grímar og Frímann og fleiri, og það þótti okkur strákunum litlu í Val betra, því þá gátum við aðeins kom- ið við þá, klipið í buxurnar eða peysuna, eða þá klappað þeim, það var eins og manní liði eitthvað betur á eftir. Strákarnir eru alltaf sjálfum sér líkir, þeir eiga alltaf sína uppáhalds- menn. Annars held ég að Valur hafi alltaf verið heppinn með forystumenn. Ég held líka, að það hafi verið gæfa Valsmanninn Ingibjörg Karlsdóttir, konan bak við Valsmanninn. að taka með, að ómögulegt er að velja nákvæmlega þá réttu, þær eru svo margar útvaldar. Það verður því að líta svo á að hver og ein sem valin er, verður nokkurskonar samnefnari fyr- ir allar hinar, og því í rauninni viður- kenning fyrir hinn stóra hóp eigin- kvenna, sem hver á sinn hátt stend- ur á bak við sinn Valsmann. Þó skrifa megi margfalt lengra mál um þátt konunnar í félagslífi okkar í Val, bæði beint og óbeint, verður þessi formáli ekki lengri, en við vonum að þáttur þessi nái þeim tilgangi, sem honum er ætlaður. — Vals hve margir héldu áfram að vinna fyrir félagið þótt þeir hættu að keppa. Ég held því fram, og dæm- in hafa sýnt það, að ef það slitnar sambandið milli þeirra eldri og yngri, þá sé voðinn vís fyrir félögin. Ef ég færi nú að gera samanburð á knattspyrnunni eins og ég man hana, þegar ég var í þriðja og öðr- um flokki, þá er ég ekki frá því, að almennt séð séu menn leiknari nú en áður, og meiri kunnátta með knött- inn yfirleitt. Hinsvegar held ég, að miklu meiri leikgleði hafi gætt í leikjum knattspyrnumanna fyrr á ár- um, menn voru meira í þessu af ást og áhuga fyrir leiknum. Tæknin er góð og nauðsynleg, en hún er einskisvirði ef leikgleðina vantar, því það er upphafið að þessu öllu og endirinn, sagði þessi lífs- og leikglaði maður að lokum. Við árnum afmælisbarninu allra heilla í tilefni af hálfu öldinni. Valsmaðurinn, sem þessi kona stend- ur á bak við, og valin er að þessu sinni, Ingibjörg Karlsdóttir, er Jón Kristj- ánsson. Þarf ekki að kynna hann mikið fyrir þeim Valsmönnum, sem nú eru í starfi, og fylgzt hafa með Vals- blaðinu síðustu 10—12 árin. Jón er Vestmannaeyingur og berþað með sér. Byrjaði snemma að iðka íþróttir og þá knattspyrnu, og þótti mjög efnilegur, en fljótt kenndi hann veilu í baki, sem hindraði hann í þjálfun og keppni. Hann kom til Reykjavíkur 1956, og gekk þá auðvit- að í Val. Lék nokkur ár með fyrsta flokki, og komst aðeins í meistara- flokk, en heilsan leyfði ekki langa dvöl þar. Eitt ár fékkst hann við að þjálfa 3. flokk, og þótti það skemmtilegt. Svo er það að Valur hefur ákveðið að senda tvo handknattleiksflokka til Færeyja, en vantar þá fararstjóra. Jón er þá í sumarfríi í Vestmannaeyjum. Það er hringt í hann og hann beðinn að taka að sér fararstjórnina til Færeyja. Jón þekkti enga, sem í ferðinni áttu að vera, þekkti ekkert inná handknatt- leikinn í Val eða Færeyjum, en Jón sýndi þá eins og hann hefur gert síð- an, að hann tvínónar ekki yfir hlutun- um, að hann hefur yndi af að takast á við félagsleg málefni, án þess að sækj- ast með framagirni eftir neinu. Hann tók þetta að sér, og leysti það með mikilli prýði, eins og öll önnur störf sem hann hefur tekið að sér fyrir Val eða heildarsamtökin. Þegar deildaskiptingin varð í Val gerðist hann formaður Handknatt- leiksdeildarinnar, og hefur æ síðan verið virkur og dugandi í þeim hópi, og félagslífi Vals yfirleitt. Handknatt- leikssambandið hefur fyrir löngu kom- ið auga á ágæti Jóns, og hreif hann til starfa fyrir sig, meðal æskumanna- samtakanna, og hefur hann unnið þar mikið og gott starf, og á síðasta þingi Handknattleikssambandsins var hann kjörinn í stjórn sambandsins. í stjórn Vals hefur Jón setið í ára- raðir. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um störf Jóns, og mörgu sleppt. Það lætur því að líkum að Jón sé einn þeirra „bersyndugu“, — við þekkjum þá margir, — sem ekki hefur tíma til að sinna konu, börnum og heimili sem skyldi, vegna áhugastarf- anna í félagslífinu. Við skulum nú heyra hvernig konan hans lítur á þetta, og hvernig hún lít- ur á stöðu sína bak við bóndann, og kynna hana örlítið fyrir Valsmönnum um leið. Konan hans Jóns Kristjánssonar heitir Ingibjörg Karlsdóttir, og er ættuð frá Vestmannaeyjum eins og hann, 36 ára að aldri. Þau hjónin eiga 3 börn, eina stúlku og tvo drengi, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.