Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 49

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 49
VALSBLAÐIÐ 47 æfa þau öll með Val, handknattleik og knattspyrnu, svo það leynir sér ekki að þar er ein „Valsfjölskyldan", einn af þessum smáhópum, sem standa bak við Val með sínum vinsamlega áhuga. Þegar Ingibjörg er spurð að því hvort hún hafi iðkað íþróttir og þá hvaða, svarar hún: — Á unglingsárum mínum iðkaði ég handbolta hjá Þór í Vestmannaeyjum, það var mikið fjör í þessu hjá okkur, og keppnin oft hörð, og við allt þetta bættist svo að mikill rígur var milli félaganna. Margir leikir voru leiknir í þá daga milli Týs og Þórs, en þeir voru oftast líkir hver öðrum, þar sem spennan og harkan var ráðandi. Eftir- minnilegasta keppnin frá þessum ár- um var við norska kvennaliðið Gref- sen, sem kom hingað til lands. Það kom til Eyja og keppti við bæði liðin í Eyjum, og var það stórviðburður í •okkar augum. Fyrir okkur Þórsstúlk- urnar var þetta sérstaklega eftir- minnilegt þó við töpuðum fyrir þeim, sem Týr gerði einnig. Við vorum lé- legri þá og Týsstúlkurnar létu ekki á sér standa til að horfa á „burstið“, sem við mundum fá. Það fór á annan veg, því við settum fleiri mörk en Týr og fengum færri mörk á okkur en þær, þó svo við töpuðum, og fannst okkur þetta svolítil uppreisn fyrir okkur. Annars held ég að ég hafi aldrei tekið leikina milli Þórs og Týs eins alvarlega og margar aðrar gerðu, en það getur stafað af því að það voru þrjár beztu vinkonur mínar í Týs-lið- inu, sem léku alltaf á móti mér, þó ég kæmist ekki beinlínis í kast við þær, þar sem ég stóð alltaf í marki, en þær skoruðu þeim mun meira hjá mér! Eftir leikina fór ég alltaf jafn- ánægð heim í fylgd með vinkonum mínum úr Tý, var sem sagt aldrei neitt illa haldin af þessum félagaríg. Aðeins einu íslandsmóti tók ég þátt í, og var það alveg óviljandi, og auð- vitað hefði ég aldrei átt að gera það, því engum sögum fór af frammistöð- unni. Við vorum þá í sumarfríi hjónin, ég orðin tveggja barna móðir, og þjálfun því ekki í lagi. Mótið fór fram í Eyjum og það þótti sjálfsagt að tefla fram liði, en þær voru markmanns- lausar. Ég hafði ekki æft í 2—3 ár, og þó var mér att út í þetta. Hver þjálfaði ykkur þegar þú varst að byrja í handknattleiknum? Jón Kristjánsson, segir Ingibjörg og brosir góðlátlega, og heldur áfram: Þar byrjaði þetta, við kynntumst þarna á æfingunum. Honum hefur sennilega þótt ég eitthvað efnileg! Nú og svo hefur ,,þjálfunin“ haldið áfram, og nú eru 15 ár síðan við giftum okk- ur, og höfum eignazt 3 börn og fé- lagsandinn í bezta lagi! Hefur þú áhuga fyrir íþróttum yfir- leitt? Já, mjög mikinn, og kemur þar fyrst til handknattleikur, sem ég komst í kynni við á unglingsárunum, og svo knattspyrnu. Mér þykir mjög gaman að fylgjast með knattspyrnunni og fer þó nokkuð oft á leiki, ég reyni að elta bónda minn hvert sem ég get, og ég hef tíma til, og hann vill hafa mig með sér þegar því verður við komið. Ég hef að vísu ekki farið mikið til að horfa á knattspyrnu í sumar, vegna þess að mér fannst ég ekki sjá nógu góða leiki, en þá er hægt að horfa á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu, og bætt sér það upp. Það versta er að hún er á óþægilegum tíma eða meðan á matarundirbúningi stendur. Jón er líka mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og þá fær maður ósjálfrátt á- huga fyrir henni. Ég hrífst með áhugamálum hans, og við ræðum þau, hvort sem það eru Valsmál eða það er varðandi starf hans í unglingamálum HSÍ. Mér er alltaf minnisstæð heim- sókn Benfica-liðsins frá Portugal, og hvað maður gekk upp í þeirri auglýs- ingaherferð, sem þá var gerð. Það var skemmtilegt, allt sem gerðist í kring- um það æfintýri. Ég gleymi seint laugardagskvöldinu næsta áður en liðið kom til landsins, því þá fórum við öll fjölskyldan út með bunka af auglýsingamiðum, heim- sóttum bílastæði kvikmyndahúsanna og festum þessa miða undir þurrkur bílanna, svo það gat ekki farið fram- hjá þeim sem inn í bílinn komu. Æddum við um allan bæ, þar sem kvikmyndahús voru og sýndu myndir sínar, og víðar var auðvitað stanzað og festur miði, þetta var æsispennandi og skemmtilegt. Nú, kvöldið, sem leikurinn fór fram, var mér boðið í veizlu, sem leikmönn- um var haldin á eftir, svo maður fær alltaf eitthvað í aðra hönd, bæði skemmtun og annað. Maður kynnist mörgu góðu fólki, eignast vini, sem maðui’ vildi ekki missa. Segðu mér Ingibjörg, ræðið þið nokkuð saman um það sem Jón er að bjástra útávið: Knattspyrnu, hand- knattleik, félagsmál eða stjórnsýslu hjá Val? Jú, jú, við tölum mikið saman um öll þessi mál, og hann ber ýmislegt undir mig varðandi það, sem hann hef- ur með höndum, þó að ég taki að sjálf- sögðu engar ákvarðanir í þeim mál- um. Það er vafalaust nauðsynlegt að hafa einhvern til að tala við um sin hugðarefni, og þar sem ég hef komizt dálítið í kynni við íþróttir, er honum það einhvers virði, ekki síður en að tala við einhvern annan. Ég hef gam- an af þessu spjalli, og fylgist betur með því sem hann hefur áhuga fyrir og er að vinna að á hverjum tíma. — — Nú er það með Jón, eins og aðra þá sem fórna miklum hluta af frítíma sínum fyrir áhugamál sín, að þeir eru lengi úti og fjarri heimilinu. Hvern- ig líður þér, hvernig finnur þú til, þegar þú sérð hann ekki langtímum saman ? Það er nú eiginlega engin sérstök tilfinning, og aldrei óþægileg. Það getur komið fyrir að manni finnist hann ef til vill heldur mikið úti, en það hefur aldrei komið við mig. Ég veit alltaf að hann er að vinna að góðu málefni, og að hann hefur brenn- andi áhuga á þessu verkefni. Það get- ur fylgt þessu dálitil spenna, að fá að vita hvernig gengur og sjaldnast líður langur tími þar til maður heyrir í honum og fær að heyra hvað hefur gerzt, nú og svo að fá hann heim, það er líka tilhlakk. — Þú sagðir, Ingibjörg, að þið ættuð 3 börn, og hvernig ætlar krókurinn að beygjast í sambandi við íþróttir? — Þau hafa öll mikinn áhuga fyrir íþróttum og eru öll farin að æfa í Val, bæði handknattleik og knattspyrnu, og byrja að keppa fyrir félagið. Ég vildi að þau snéru sér heldur að íþrótt- um en einhverju öðru, og þau gefa sannarlega fyrirheit um það. Mér og manninum mínum hefur reynzt það vel, og ég vildi sannarlega að þau gætu eignazt sínar góðu minningar í gegnum íþróttalífið eins og við höfum gert. Það verður ákaflega gaman að fylgjast með því hvernig þeim reiðir af á þessari braut. Ég fer og horfi á leiki þar sem þau keppa, ef ég hef nokkurn tíma til, mér finnst gaman að horfa á börnin mín í íþróttum. Ég er ekki haldin neinni sigurspennu eða óróa. Sigurinn er ekkert aðalatriði, það er fyrst og fremst að skila hlut- verki sínu vel. Og þó að maður eldist að árum, verður maður ef til vill ung- ur í annað sinn, að fylgjast með börn- um sínum í leik í hópi ungs fólks, og vona að maður eigi eftir að fá ánægju útúr því að fylgjast með þeim í Val, og ég vil að þau verði þar, því ég held að starfsemin þar sé góð. Þar er mikið af ungu, glæsilegu fólki, sem leiðbein- ir og kennir og ég trúi ekki öðru en að það eigi eftir að koma mikið gott frá þessu fólki, og góð áhrif til unga fólksins, sem sækir félagslífið þar, og starfinu þar yfirleitt. Mér hefur oft þótt gaman að sjá hve íþróttaflokkar Vals eru vel til fara í leikjum, eru í snyrtilegum bún- ingum og það segir dálitla sögu um félagslífið, þar hljóta einnig áhrif leiðtoganna að koma til. Vera má líka að mæður unglinganna eigi þarna ein- hvern hlut að, og væri það vel. Átt þú önnur áhugamál en íþróttir? — Það hefur nú ekki farið mikið fyrir því, mín áhugamál hafa verið á heimilinu, að hugsa um það, eigin- mann og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.