Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 52

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 52
50 VALSBLAÐIÐ kunnað á því lagið að vinna með þeim. Sem sagt: samhugurinn og samvinn- an voru ekki nógu góð. Sigurður Ólafsson: Ég held að það hafi ekki kviknað á perunni á réttum tíma. Það var eins og liðið væri hálf-blundandi, og ekki nógu áhugasamt til að byrja með. Margir ungir menn koma til reynslu, og svo skeður það að við náum ekki sambandi við þá, eða þeir við okkur eldri sem fyrir vorum í liðinu, og lof- aði það ekki góðu. Sigurður Dagsson, sem lengi hefur verið okkar mikils- verðasti maður, náði sér ekki upp fyrr en í miðju íslandsmóti, og þá kom öryggistilfinningin, og allt gekk vel eftir það. Þórir Jónsson: Félagsandinn í liðinu var heldur slæmur, og við vorum til að byrja með ekki nógu samstilltir og góðir félag- ar. Það var eins og þetta væri ekki eitt lið. Ekki bætti það heldur úr skák, hve margir týndust úr liðinu frá því árið áður, eða ef til vill væri réttara að segja að það hafi skapað alla erfið- leikana. I stað þessara reyndu manna koma margir ungir menn, byrjendur í meistaraflokki, sem við náðum illa sambandi við. Meðan leitin að hinu rétta liði stóð yfir, var margt á ringulreið, og sann- arlega erfitt fyrir Árna að fella þetta allt saman. Að lokum tókst þetta vel, og ég held því fram að ferðin á Laugarvatn hafi lagað mjög mikið samstarfið í liðinu. Þorsteinn Friðþjófsson: Ég er þeiri'ar skoðunar að í byrjun keppnistímabilsins hafi of margir leikmenn verið reyndir, þó má vera að það hafi verið nauðsyn, þegar litið er á hve margir hættu sem voru með árið áður. Það tók okkur því langan tíma og marga leiki að finna rétta liðið. Loks tókst þetta, og þá sýndi það sig að liðið í heild var í góðri þjálf- un. Ég tel því ástæðuna fyrir því hve illa gekk til að byrja með, að of stórt skarð var höggvið í liðið og of stór sveit ungra manna, þó efnilegir séu, hafi komið inn í einu til að fylla þessi vandfylltu skörð. Árni Njálsson: Okkur þótti rétt að ná tali af þjálf- ara meistaraflokks, Árna Njálssyni, og heyra hans álit, og fá svör við spurningunni: „Hvað var að?“ Hann var öllum hnútum kunnugastur, og víst er það að hjarta Árna slær ein- læglega fyrir Val. Enginn efast held- ur um að hann hafi lagt sig allan fram um að leysa þessi mál, og enginn ef- ast um að hann hafi liðið þjáningar í Einn bókaður, en þrjózkast þó! Það er þó greinilegrt að dómarinn ætlar ekki að gefa sigr! sambandi við fyrri hluta keppnistíma- bilsins. Það var þó honum og öllum Vals- mönnum mikil sárabót hve hressilega liðið tók sig á er á leið sumarið, og er það fullyrt hér að það voru fyrst og fremst verk Árna. Það verður því ekki annað sagt en að þessi frumraun hans í þjálfun knattspyrnumanna í fyrstu deild, hafi tekizt vel, og lofi mjög góðu um framtíð Árna sem þjálfara. Það er ekki heiglum hent að móta þann leir sem Valur lagði í hendur Árna á s. I. vetri, og það er ekki sanngjarnt að krefjast þess að hann skapi þegar í stað fastmótað og sterkt lið, það tekur sinn tíma. Það sem Árni hafði að segja um spurninguna: „Hvað var að“? var á þessa leið: I fyrsta lagi var liðið ekki nógu gott, það höfðu orðið 6 breytingar á því frá því árið áður, og fjórir þeirra menn sem voru burð- arásar liðsins þá. Það var því að mót- ast fram eftir sumri, og kannske ekki við svo miklu að búast meðan svo stóð. Þegar fyrri umferð íslandsmótsins var að Ijúka tek ég inn í liðið ungan mann, og set hann ásamt Jóhannesi Eðvaldssyni til að leika á miðjunni. Þessi ungi maður var Helgi Björg- vinsson, aðeins 17 ára. Þessir tveir menn breyta öllu liðinu og leik þess. Þeim tekst það sem ekki hafði gengið áður að fá meiri opnanir í varnarvegg mótherjanna, og við það fara aðrir leikmenn að hreifa sig meira, hlaupa inní stöður, og nú fóru menn að berj- ast meira, og liðið fer að skora mörk. Ég held líka að það hafi komið viss pressa á eldri menn liðsins til að æfa meira, sem þeir og gerðu. Við þetta bættist að ég setti Ingibjörn sem mið- herja ,en áður var hann útherji, og hef ef til vill ekki notað hann rétt, en hann er gott efni. Bergsveinn kom líka mikið sterkari er á leið, og þegar hann, Helgi og Jóhannes ná allir sam- an á miðjunni, náum við tökum á því svæði. Það má því segja að þeir Helgi og Jóhannes hafi verið lykilmenn liðs- ins þegar á leið. Það var líka mikið áfall fyrir liðið að missa Pétur Carlson út í vor, þar var á ferðinni óvenjulegt efni. Ég get ekki annað sagt en að strákarnir hafi æft vel í vor og sumar, flestir hverjir. Hins vegar finnst mér félagslífið og samheldnin ekki nógu góð, utan vall- arins, en það er þýðingarmikið atriði. Menn koma til æfinganna sitt úr hverri áttinni, og þegar æfingunni er lokið eru þeir farnir, það er eins og þeir finni ekki annan tilgang með þessu en að sparka eða hlaupa meðan æfingin stendur. Þeir virðast ekki koma sem virkir félagar á breiðum grundvelli, þar sem þeir eyða tiltekn- um tíma í að hugleiða það sem þeir voru að gera úti á velli, eða ætla að gera næst þegar þeir koma á æfingu. Knattspyrnan er félagsleikur, og grundvöllurinn að uppbyggingu góðs liðs er lagður utan vallarins, en til þess verður að verja tíma, hugsun. Þetta virðist mér vanta í Val. Fyrst við erum að spjalla um þessa hluti, vil ég minnast aðeins á atriði, sem háir hverjum þjálfai'a og sköpun góðs liðs, en er þess eðlis að erfitt er að taka á því eins og allt er í pottinn búið. Þetta vandamál eiga öll knatt- spyrnufélögin hér við að etja. Félögin eru opin öllum sem í þau vilja ganga, og það þýðir að svo og svo stór hópur manna vill hreifa sig og nota þau skilyrði sem félögin hafa uppá að bjóða, án þess að hugsa neitt um það að komast í keppnislið, eða koma á æfingar nema þegar þeim sýnist. Þetta er skiljanlegt. í hverju félagi er viss krafa um að kappliðin nái svo og svo góðum árangri, sigri, vinni stig, vinni mót, o. s. frv. Þetta er ekki ó- eðlileg krafa, þar sem um er að ræða félög, sem senda lið til þátttöku í mót- um. Ég hef í rauninni aldrei veitt því eins nána athygli og nú í sumar, þegar ég var sjálfur þjálfari, hvað þetta er

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.