Valsblaðið - 24.12.1970, Page 53
VALSBLAÐIÐ
51
Sigurdór Sigurdórsson:
Hvort á 1. flokkur að vera B-lið
eða ruslakista?
Hvernig stendur á því a3 1. flokks liðin
eru svo léleg, sem raun ber vitni?
Skiptar skoðanir munu vera
meðal manna um stöðu 1. flokks
í knattspyrnu á íslandi. Til eru þeir
menn, er vilja hefja hann til þess
vegs, er honum ber að þeirra áliti,
en svo eru greinilega aðrir, er ekki
með orðum, heldur verki, telja stöðu
1. flokks eins og hún er í dag harla
góða. Öðru vísi er ekki hægt að
álykta þegar maður ár eftir ár horf-
ir uppá forustumenn bæði félaganna
og knattspyrnumálanna í landinu
forsmá 1. flokks mótin og yfirleitt
tilveru 1. flokks eins og gert hefur
verið. Til þess að hefja megi 1.
flokk til þess vegs er flestir telja, að
hann eigi með réttu, þarf að breyta
ýmsu, bæði hugsunarhætti margra,
ekki sizt þeirra leikmanna, er flokk-
inn skipa, og einnig lögum um knatt-
spyrnumót.
Því er þannig háttað að leikmað-
ur, sem leikið hefur ákveðið marga
leiki með meistaraflokki, má ekki
leika með 1. flokki, þótt hann sé
allt í einu settur út úr meistara-
truflandi fyrir þjálfunina og starfið,
og þann árangur sem ætti að nást, en
ég endurtek, að sem kunnugur félags-
málum og þeim anda sem í félögunum
er verður þetta alltaf viðkvæmt mál.
Þetta er þó það veigamikið mál hvað
varðar þroska keppnismannanna, eða
þeirra sem hugsa sér að taka þátt í
keppni, og haga æfingum sínum sam-
kvæmt því, að vert væri að ræða jætta
mál sérstaklega innan Vals, og leita að
leiðum til að leysa það, þannig að sem
flestir gætu vel við unað. Þetta er
ekki nýtt fyrirbæri, þetta hefur að
mínu viti verið vandamál um langan
aldur, en vegna uppbyggingar félag-
anna, er vafalaust erfitt að leysa mál-
ið nema með fullkomnum skilningi á
þýðingu þess, milli allra þeirra, sem
málið snertir. Ef það tækist að finna
einhverja viðunandi lausn, mundi það
létta mjög störf þjálfarans. Það
mundi efla þjálfun einstaklinganna,
og því meira, sem þeir eru jafnari í
viðbrögðum, átökum og getu.
Ég tel það gott verk, ef stjórn og
Knattspyrnudeild tækju höndum sam-
an með umræðum og spjalli um þetta
atriði, og reyndu að leysa þannig að
sem flestir gætu vel við unað.
— Hér er tekið undir þessar ábend-
ingar Árna, og raunar sjálfsagt að
kryfja þetta mál eins og hægt er.
flokki, ef hann til að mynda þykir
ekki nógu góður. Þessu þarf skil-
yrðislaust að breyta. Að mínum
dómi á 1. fl. að vera B-lið félaganna
og í honum eiga að vera leikmenn,
sem eru að vinna sig upp í meistara-
flokk en ekki leikmenn, sem eru
hættir að leika með meistaraflokki
en vilja gjarnan leika sér eitthvað
áfram. Fyrir þá menn eiga að vera
til hinir svo kölluðu „old boys“
flokkar, þar sem menn geta fengið
að leika sér þótt þeir æfi ekki leng-
ur reglulega. Ef 1. fl. yrði gerður að
B-liði, þar sem menn gætu gengið í
milli A-liðs og B-liðs án þess að
einhver lög bönnuðu það vegna þess
að viðkomandi leikmaður hefur leik-
ið of marga leiki með meistara-
flokki, þá væri að mínu viti kominn
sá bakhjarl, er ég tel nauðsynlegan
hverjum meistaraflokki.
Annað er það, að hvort heldur það
eru Reykjavíkur- eða landsmót 1. fl.
þá er litið á þau sem alger aukamót,
sem enginn hefur áhuga á, varla svo
að fáni sé dreginn að hún á þeim
velli, er leikurinn fer fram á, hvað
þá að leikirnir séu auglýstir. Fyrst
svona er búið að 1. flokki í dag ætti
engan að undra, þótt menn séu ekk-
ert yfir sig stoltir af að vera leik-
menn í 1. fl. Svo má líka spyrja:
geta leikmennirnir sjálfir, sem skipa
1. flokk, ekki breytt þessu með því
að taka málið alvarlega, æft vel og
notað 1. fl. sem stökkbretti upp í
meistaraflokk ? Vissulega má svara
þessu játandi, en þá vaknar bara
önnur spurning. Ef leikmaður 1.
flokks vinnur sig með eljusemi við
æfingar og leiki þar, upp í meistara-
flokk verður einhver þaðan að víkja
og lendir þá í 1. flokki eða B-liðinu.
Mun þá sá, sem víkja varð, tvíeflast
við æfingar hjá 1. flokki til að öðl-
ast sæti sitt aftur? Sem sagt getur
orðið þarna um eðlilega samkeppni
að ræða? Þessu má svara bæði ját-
andi og neitandi. Sumir menn eru
þannig gerðir, að þeir myndu tvíefl-
ast og gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að vinna sig upp aftur, en
aðrir myndu ekki gera það. Hins
vegar ef 1. fl. væri alvöru B-lið, sem
tekið væri tillit til, þá myndi þetta
breytast, þá gæti enginn móðgast,
þótt hann yrði að leika með B-lið-
inu, en eins og málin standa í dag
viðvíkjandi 1. fl. getur þetta ekki
orðið.
Ég tel því fulla ástæðu til fyrir
Val að taka þessi mál til gagn-
gerðrar endurskoðunar og að beita
sér fyrir því að mál 1. flokks verði
tekið upp á KSÍ þingi með gagn-
gerar breytingar í huga. En þetta
er aðeins mitt persónulega álit. En
hvert er nú álit þeirra, er að þess-
um málum hafa starfað, hvað segja
leikmenn 1. flokks. Við skulum að-
eins athuga það.
Sigurður Ólafsson:
í fyrsta lagi er 1. flokkur í dag
of sundurleitur hópur til að geta
myndað gott lið. Allt annar andi
ríkir hjá m.fl. en í 1. flokki. Sumir
leikmenn 1. fl. þekkjast varla, rétt
kannski í sjón, en ekki meira, og
það er að sjálfsögðu varla von til að
slíkt lið nái verulegum árangri. Þá
á mannafæð einnig stóran þátt í lök-
um 1. fl. Sannleikurinn er sá, að
það eru ekki nema 4—5 menn, sem
taka 1. flokk alvarlega. Hinir eru
þarna bara til að leika sér en ekki
til að vinna sig upp í m.fl. Alltof
margir leikmenn 2. fl., sem ekki
komast beint í m.fl., hætta þegar
þeir sjá það, í stað þess að nota
1. fl. sem stökkbretti upp í meist-
araflokk eins og ég álít að ætti að
vera, því 2. fl. menn eru of ungir
og óharðnaðir flestir hverjir til að
fara beint í m.fl. Þar er um of stór
stökk að ræða.
Eins finnst mér hvorki forráða-
menn félaganna né þeir, er um mót
1. fl. sjá, sýna þessum flokki næga
tillitssemi. Hann er bara ruslakista,
og enginn hefur áhuga á honum.
Þessu þarf að breyta með því að
hafa sér þjálfara fyrir 1. fl., það er
of mikið fyrir einn mann að þjálfa
bæði m.fl. og 1. fl. Hann getur aldrei
annað nema m.fl. ef vel á að vera
og helzt ætti m.fl. hópurinn ekki að
vera stærri en 18 menn, en síðan
ætti annar þjálfari að vera með 1. fl.
og sýna honum þá ræktarsemi og
áhuga, sem hann á skilið, og þá er
ég ekki í vafa um að hann yrði eins
og hann raunar á að vera B-lið fé-
laganna.
Ormar Skeggjason:
Það vantar meiri breidd í félögin
til þess að 1. fl. geti orðið góður.
Það eru ekki nema 4—5 menn, sem
taka þetta alvarlega í 1. fl. og þeir
bera liðið uppi. hinir eru bara til að
leika sér. Þá er það einnig svo, að
menn taka 1. fl. ekki alvarlega vegna
þess hve lítil virðing honum er sýnd.
Það er eins og mönnum finnist ein-
hver niðurlæging í að leika með 1.
flokki og hætta heldur, ef þeir kom-
ast ekki í m.fl. en að leika í 1. flokki,
svo maður tali nú ekki um ef þeir
hafa verið settir út úr m.fl.-liðinu,
þá finnst þeim það nær óhugsandi
að leika í 1. fl.
Þessu má vel breyta með því að
gera 1. fl. mótin að alvörumótum,