Valsblaðið - 24.12.1970, Page 55
VALSBLAÐIÐ
53
Tveir RÓðir. Ólafur Jónsson t. v., Valur—Island, ogr Palle Nielsen, Danmörk —
„Villimaðurinn“, eins og liann er oít nefndur.
flutti fyrrverandi formaður enska lyft-
ingasambandsins. Á eftir ræddi ég mik-
ið við fyrirlesarann og spurði frekar um
lyftingaaðferðir og hvað þeii' gerðu
helzt til þess að ná árangri. Var þetta
lærdómsríkt fyrir mig, og benti hann
mér á ýmis fræðirit um þetta efni. Síðan
hef ég alltaf haldið sambandi við þenn-
an heiðursmann, og nú síðast þegar ég
hitti hann í vor, hreyfði hann því að ég
stæði fyrir stofnun íslenzkrar deildar í
samtökum þessum, það væri komin slík
deild í Svíþjóð, og ef þetta tækist, væri
ísland þá annað í röðinni á Norður-
löndum. Brezka deildin kemur saman
fjórum fimm sinnum á ári og eru þá
jafnan fluttir fræðandi fyrirlestrar um
ýmisleg efni, og þar koma erlendir gest-
ir einnig- til fyrirlestrahalds.
Ég er nú að kanna hvort grundvöll-
ur er fyrir slíkri deild hér, en hef farið
mér hægt, hef þó trú á að slík samtök
gætu haft góð áhrif hér, og gæti verið
mikilsvirði að fá hingað góða fyrirles-
ara um íþróttaleg efni.
Þegar fundum okkar Schaild bar sam-
an, hafði ég stundað lyftingar í ein átta
ár, og margt komið fyrir, sem ég þurfti
nánari skýringa á og gat þá rætt við
hann um það.
Svo var það í maí s.l. að handknatt-
leiksmennirnir í Val báðu mig að segja
þeim til í lyftingum, og féllst ég á að
gera „prógram" fyrir þá, og því héld-
um við í tvo mánuði eða fram að Is-
landsmótinu úti. Á þeim tíma var bolti
lítið snertur, nema síðustu dagana fyrir
mótið. Þetta var stundað nokkuð vel, og
þegar útí mótið kom sá ég mikinn mun
á þeim, sem æfðu bezt. Þeir stukku
hiærra, skotin voru fastari og þeir voru
fastari fyrir í vörn. Annað kom líka
fram, þeir voru öruggari með sig, voru
sterkari og vissu það, og höfðu ef til vill
trú á að þeir væru sterkari en andstæð-
ingurinn. Því miður féllu þessar æf-
ingar niður eftir mótið, því ég er nærri
viss um, að ef það hefði ekki gerzt,
þá hefðu leikir liðsins orðið jafnari nú
í Reykjavíkurmótinu. Ég álít líka, að
Valur eigi að halda áfram á þessari
braut.
Að lokum má það koma fram, hver
áhrif þessar lyftingar höfðu á mig á
þessu ári. Ég meiddist illa í desember
1969 og átti alllengi í því. Þegar ég svo
hresstist fór ég að æfa lyftingar og
þrekþjálfun, með þeim árangri að ég
kastaði spjóti mun lengra en áður og
vann 17. júní mótið, og einnig ÍSÍ-mótið.
Á meistaramótinu tókst mér að sigra
og verða Islandsmeistari, sagði Páll að
lokum.
Þetta talar skíru máli, og verður
varla dregið í efa að þennan árangur á
Páll rnikið að þakka þrekþjálfun sinni.
Uœíí við Itvi/ni Ölafsson,
þjálfara
Þá snerum við okkur til Reynis Ól-
afssonar, hins duglega, virta og vin-
sæla þjálfara Vals i meistaraflokki karla
í handknattleik, og lögðum fyrir hann
nokkrar spurningar um þetta efni, og
svaraði hann á þessa leið:
— Hvenær datt ykkur í hug að reyna
lyftingar sem þátt í þjálfun piltanna?
— Þetta hvarflaði nú að mér fyrir
svona tveimur árum eða svo, en þá voru
ekki til hér í Valsheimilinu áhöld til
slíkra æfinga, en eftir að ég sá Heims-
meistarakeppnina í Frakklandi á s.l.
vetri, sannfærðist ég um ágæti þessara
æfinga. Var ég þá staðráðinn í því að
reyna að koma þessu á hér, þegar ég
kæmi heim. Alllangt viðtal, sem Karl
Benediktsson og ég áttum við pólska
landsþjálfarann Breguia, undirstrikaði
alveg sérstaklega þessa skoðun mina á
lyftingunum. Hann er mjög snjall þjálf-
ari, og kunnáttumaður um handknatt-
leik, hefur samið einhverja þá beztu
kennslubók í handknattleik, sem gefin
hefur verið út. Gat hann þess þá, að
það væri skiljanlegt, að þjóðir Austur-
Evrópu hefðu svo kröftuga leikmenn
sem raun væri, því þeir legðu ákaflega
mikið upp úr þessari þrekþjálfun, eða
aflþjálfun eins og hann kallaði það, og
þakkaði það lyftingunum.
Það hefði lítið þýtt fyrir hvern sem
var að ætla sér að kenna þessa „kunst“
leikmönnum hér, en við í Val vorum
svo heppnir að Páll Eiríksson var þá
nýgenginn í félagið, hafði lært þetta í
Bandaríkjunum meðan hann var þar við
læknanám. Þegar forráðamenn Vals og
ég sem þjálfari fórum þess á leit við
hann að taka þetta að sér, brást hann
mjög vel við að koma okkur af stað með
þetta, enda er Páll mjög fær í lyfting-
um og kann á þeim tökin.
Það var almenn ánægja með þessa ný-
breytni, og menn sóttu æfingarnar vel.
Ég ræddi um þetta við þá, sem tilraun
og gat þess, að ef þetta reyndist ekki
eins vel og við héldum, þá mundi Is-
landsmótið í handknattleik úti í sumar
skera úr um það, og voru menn einhuga
um það. Það fór nú svo að piltarnir urðu
ekki fyrir vonbrigðum, þeir unnu mót-
ið, og var tími til kominn, þar sem bikar-
inn hafði ekki komið í vörzlu Vals í 14
ár.
Þessar æfingar féllu niður eftir mót-
ið, enda fara menn í sumarfrí á þess-
um tíma, og vilja njóta sumarblíðunnar
ef hana er að finna, og raunar hvort sem
er. Æfingar byrjuðu svo ekki fyrr en í
september, og það tekur þó nokkurn
tíma að koma þessu í gang aftur.
Mín skoðun er sú, að þetta verði að
fylgjast að við aðrar æfingar allan árs-
ins hring, þá þarf ekki að eyða tíma í
að vinna upp það sem tapazt hefur á
of löngum æfingahléum. Ég held að pilt-
arnir hafi fullan skilning á því að þeir
komast ekki á toppinn nema því aðeins að
vera vel þjálfaðir, og þá er um að gera
að reyna að velja það sem heppilegast
er.
—- Gerir þú ráð fyrir breytingum í