Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 58

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 58
56 VALSBLAÐIÐ Hugleiðing leikmanns flutt á kaffifundi hjá meistaraflokki í handknattleik aldrei verið sterkur í vörn, en ég fann mig mun sterkari en áður, maður var ósmeykur við að láta skrokkinn mæta sóknarmönnum án þess að hrinda. Ég tel mig persónulega hafa haft mjög gott af lyftingunum, en hefði mátt gera betur. Tveir eða þrír knattspyrnumenn tóku þátt í þessum lyftingum hjá hand- knattleiksmönnunum, og meðal þeirra voru Sigurður Olafsson og Helgi Björg- vinsson, og hafa þeir þetta að segja um þessar æfingar: Sigurður Ólafsson: Þegar ég byrjaði knattspyrnuæfing- arnar kom ég beint úr skólanum og fór þá í leikfimisæfingarnar hjá Arna Njáls, en ég fann, að mig vantaði kraft í fæt- urna, jafnvægið var slæmt. Þá fór ég að tala við Reyni þjálfara Vals í hand- knattleiknum og fékk að vera með í lyftingunum líka. Ég varð þess fljótt var, að styrkurinn óx hröðum skrefum og hafði áhrif á viðbragð og hraða, ég hafði meira vald yfir skrokknum og öll viðbrögð voru nákvæmari. Þegar útí leikinn kom, sýndi það sig, að maður fann mikið minna fyrir öllu hnjaski, sem maður verður fyrir í leik. Ég álít, að þessar æfingar þurfi að halda áfram, og að þær verði fastur þáttur í þjálfun- inni í framtíðinni, og það verður að halda þessu við. Það má ekki gefa eftir, þvl þá er eins og maður koðni niður. Ef það væri fyrir hendi, mundi ég fara í slíkar æfingar núna tvisvar í viku og á meðan keppnis- tímabilið stendur yfir einu sinni í viku eftir því hvernig á stendur. Ég vil endilega að knattspyrnumennirnir taki þetta upp, og að Valur eignist full- komin lyftingatæki fyrir sína menn. Það gæfi kraftinn, sem svo oft vantar. Helgi Björgvinsson: Mín reynsla af þessum lyftingum var sú, að maður verður miklu harðari lík- amlega, er ákveðnari í leik og fær aukið sjálfstraust. Maður verður sterkari í návígi og öruggari með sjálfan sig. Ég lagði áherzlu á að byggja upp allan skrokkinn. Ég fann sem sagt mikinn mun á mér eftir þann tíma, sem ég æfði með handknattleiksmönnunum, en ég hætti svo vegna knattspyrnunnar. Ég held að knattspyrnumennirnir ættu að vera í lyftingum að vetrinum a. m. k. það myndi styrkja þá verulega. Ég held, að ég mundi fara í þetta, ef ég ætti kost á því í vetur, til þess að byggja upp þjálfunina. Umsagnir þessara ungu manna gefa tilefni til að velta fyrir sér hvort þróunin verði ekki sú, að keppnismenn Vals starfi saman að þessum þætti þjálfun- arinnar að svo miklu leyti, sem það er hægt. Flestir, sem fylgzt hafa með meist- araflokksliði félagsins hin síðari ár, eru áreiðanlega sammála um, að lið- ið hefur tekið stórstígum framförum undir handleiðslu núverandi þjálfara þess, Reynis Ólafssonar. Ekki aðeins hefur honum tekizt að bæta varnarleik liðsins, svo að vörn þess gengur nú undir nöfnum eins og t. d. ,,mulningsvélin“. heldur og sóknarleikinn, sem kemur m. a. fram í því, að sóknarlotur liðsins ná nú allt að 60 sek. í stað 10 sek. áður. Eftir að Reynir hóf störf hjá Val brá einnig svo við, að liðið fór að vinna mót. Hafa nú unnizt 3 mót á jafnmörgum árum. Þó ber að líta á það, að þau mót, sem unnizt hafa, eru hálfgerð aukamót, sem félögin taka misjafnlega alvarlega. Vals-lið- ið var í góðri æfingu og yfirleitt betri en önnur félög, er þessi mót unnust. Þegar komið hefur verið að aðalkeppni hvers árs, íslandsmótinu, hafa því vonir Valsmanna til sigurs í því jafnan verið miklar eftir svo ágæta vertíðarbyrjun. En vonir þessar hafa farið dvínandi eftir því sem á mótið leið. Eftir ágæta fyrri umferð hefur árangur þeirrar síðari jafnan orðið lélegri. Á þessum vetri eru menn stað- ráðnir í, að báðar umferðir mótsins gefi toppárangur. Til þess að svo megi verða, verður að mínu áliti að breyta mörgu til batnaðar frá því, sem nú er. -— Ný- liðið Reykjavíkurmót sýnir svo ekki verður um villzt, að liðið er til alls líklegt í vetur — að því tilskildu að sóknarleikur þess verði lagfærður. Hann er sem stendur algerlega að staðna. Það er athyglisvert, að ekki eru skoruð fleiri en 10 mörk í nein- um þeirra þriggja leikja, þar sem liðið tapaði stigi eða stigum. Er þó hver leikur 40 mín. í síðasta leiknum, gegn Fram, var eitt mark skorað utan punktalínu og hefur liðið þó „stórskyttum" á að skipa, en sjald- an var markskot reynt af löngu færi. Að mínu áliti er sóknarleikur liðs- ins ekki nógu jákvæður og jafnvel leiðinlegur á að horfa. Orsök þessa er að mínu viti röng nýting tveggja af máttarstólpum liðsins, Ólafs og Bjarna. — Ólafur er látinn standa inni í vörn andstæðinganna, að því er virðist til þess eins að láta lemja sig og berja, og veifa handleggjum sem mylluhjólsvængjum, fáandi jú einstaka sinnum vítakast en oftast fríkast. Þannig er þessum stóra og sterka en „áður létta“ leikmanni að mestu stillt upp á sama stað leikinn Jón Carlsson getur bitið frá sér á ritvelli. út, hin frábæru uppstökk hans og neglingar frá því í fyrra sjást nú varla og auk þess er leikmaðurinn furðu þungur orðinn. Bjarni er hreyfanlegur leikmaður, gæddur miklum skotkrafti, en hreyf- ing hans stöðvast vanalega, er hann með bægslagangi miklum treður sér inn í vörn andstæðinganna, oftast þar sem flestir eru fyrir. Upp úr því hefur hann jafnan iítið haft annað en blæðandi vör og bólgið nef, en þó fengið með þessu einstaka mann rekinn út af. — Það má segja sem svo, að það sé hlutverk dómaranna, að gæta þess, að þeir Bjarni og Óli séu ekki svo hart leiknir. Þetta hefur Reynir bent mér á. En það þýðir bara ekki að einblína á það, því að reyndin sýnir, að and- stæðingunum líðst að fara þessu fram. — Það er líka mín skoðun, að hinn sífelldi flautuleikur, sem af þessu verður, komi öllu spilinu úr skorðum hjá liðinu. Það er sífellt verið að taka fríköst. Ég trúi ekki öðru en Reynir geti með aðstoð liðsmanna, eins og t. d. „lieftarans“ Stefáns G. og harð- skeyttra línumanna eins og Gunn- steins og Gústa, skyttunnar Bergs og alira hinna, gert þá Ólaf og Bjarna virkari og um leið sóknarleik liðs- ins verulega ógnandi. Jón Carlsson. ÁriÖ 1880 Á keppnistímabilinu enska 1880— 81 kemur fyrst dómari til skjalanna í leik og skal hann dæma brot á regl- um, fylgjast með tímanum og skrá skoruð mörk, og fær vald til að reka menn úr leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.