Valsblaðið - 24.12.1970, Side 59
VALSBLAÐIÐ
57
Fríniann Heltfason:
„Falsekkjurnaru
í jólablaðinu í fyrra sögðum við
frá því að margar eiginkonur þeirra
kvæntu leikmanna sem leika í fyrsta
aldursflokki félagsins hefðu stofnað
með sér saumaklúþb, sem fékk það
tregablandna nafn: „Valsekkjurnar".
Sagt var örlítið frá heimsókn í einn
„klúbbinn" og það leyndi sér ekki að
það var meira en orðin tóm. Þar var
allt í gangi sem á að vera í gangi við
svona tækifæri, eða saumaverkefni
hverskonar, prjón, hekl, svo eitthvað
sé nefnt, og svo umræður um dagsins
mál, vandamál og einkamál. Sem sagt
gaman að sjá og kynnast öllu þessu.
Þó hér væri ekki um að ræða eina af
þessum deildastofnunum í Val, þá
fannst okkur að þetta næði alla leið
inn að kjarna Vals, og væri hluti af
„andliti félagsins“ (sá sætari!).
Okkur í ritstjórninni fannst þetta
hiklaust vera eitt af þessum skrefum,
sem stigin eru til þess að gera fé-
lagsandann betri, fá fleiri til að skilja
að samstarf og vinátta eru þættir,
sem gera lífið litskrúðugra og
skemmtilegra. Var gerður góður róm-
ur að þessu tiltæki kvennanna, og
vonað að þetta héldi áfram, með auk-
inni þátttöku allra þeirra sem þar
höfðu rétt til.
Nú þótti okkur 1 ritstjórninni rétt
að fregna svolítið um það, hvernig
þessu unga afkvæmi hefði vegnað
fyrsta árið á göngu sinni.
Er ekki að orðlengja það, að grennsl-
azt var eftir því hvenær næsti „klúbb-
fundur“ yrði. Jú, það var allt komið
í fullan gang, og samþykkt að veita
fulltrúa úr ritstjórninni inngöngu, þó
aðrir fengu þar ekki nærri að koma.
Það leyndi sér ekki að áhuginn var
hinn sami fyrir hinum kvenlegu
dyggðum, því manni virtist sem þær
væru með fangið fullt af verkefnum
af mörgu tagi. Áhuginn var hinn
sami og áður, en þær báru sig upp
undan því, að af óviðráðanlegum
ástæðum hefði þeim heldur fækkað,
en nú ætti að gera átak til þess að ná
til þeirra sem ekki hefðu enn tekið
sér sess meðal þessara Valsmanna-
kvenna. Voru uppi margar hugmynd-
ir um það hvernig þetta skyldi gerast,
og var ekki laust við að bændur
fengju sinn hluta af ásökuninni, ef
ásökun skyldi kalla. Öllum var þeim
það sameiginlegt áhugamál að ná til
þeirra, fá þær í hópinn, kynnast þeim
í glöðum félagsskap — í „klúbbnum"
— eða á öðrum stundum, þegar þær
væru einar en þeir á æfingum, eða
leikjum.
Við hlökkum alltaf til að koma
saman og spjalla um okkar mál, og
þá bera Vals-mál á góma líka. Þetta
í fullu fjöri
gekk alveg ljómandi vel í fyrra, en
þá endaði vetrarstarfsemin hjá okkur
með miklu lokahófi, og þær ljómuðu
allar. Hafði ein þeirra tekið að sér
að undirbúa dýrindis veizlu, þar sem
kaldir réttir voru framreiddir og
drykkir við allra hæfi, og auðvitað
var öllum bændum boðið til veizl-
unnar.
Var þar mikill og góðlátlegur
glaumur í húsum inni. Eftir góða
stund, þegar menn höfðu notið þess
sem fram var borið, með góðri lyst,
var farið á dansstað, og svifið þar
um í öllum töktum danslistarinnar
lengi nætur. En allt hefur sín tak-
mörk og þar kemur að, að húsinu er
lokað á hæla þessa glaða og ham-
ingjusama fólks. Minnugt afgang-
anna á kalda borðinu, sem horfið var
frá fyrr um kvöldið, var haldið þang-
að heim og enn setzt að snæðingi, og
sungið og dansað enn um hríð.
Það var svo gaman, svo gaman
sögðu þær einum rómi, og lygndu
aftur augunum eins og þær vildu sjá
þetta og endurtaka í hugrenningum.
Þegar talið barst að leikjum Vals
fyrri hluta sumarsins, dofnaði heldur
yfir hópnum, það var eins og á þær
kæmi alger ,,ekkju“svipur. Þetta var
regluleg martröð. Þeir komu heim
ákaflega daufir í dálkinn, og við
reyndum nú að vera góðar við þá,
eftir því sem við gátum, svona oftast
nær. Það kom ef til vill fyrir, að við
sögðum við þá: Hvaða aumingjaskap-
ur er þetta?
Við fórum alltaf á völlinn, fullar
eftirvæntingar og spennu, en alltaf
var það tap. En svo kom fyrsta sigur-
markið eftir öll töpin. Þvílík dásemd!
Nú gat maður farið að líta upp, og
framan í næsta mann! Og eftir seinni
hlutann í íslandsmótinu erum við
stoltar af okkar mönnum, og við er-
um að vona að þeir láti að sér kveða
í bikarkeppninni.
Þær voru sammála um það, að nú
væri mikið betri andi í liðinu en var
til að byrja með, og þær skynjuðu
fullkomlega að félagsandinn í líðinu
væri ákaflega þýðingarmikill fyrir
strákana og árangurinn í leikjunum.
Það fór ekki milli mála að þessar
„Valsekkjur“ ætla að hafa mikið líf
í „klúbbnum" í vetur, og sögðust vera
farnar að safna í Mallorka-ferð næsta
haust, nema þá að strákarnir vinni
Bikarinn, og að þá verði möguleiki að
komast til útlanda!
Þær eru þegar farnar að hlakka til
lokahófsins í vor, og sögðust þær inn-
heimta vissa fjárupphæð á hverju
„klúbbkvöldi", sem væri helmingi
hærri en í fyrra.
Það verður ef til vill talið til óþarfa
forvitni, að inna eftir því, hvortValur
hafi eignazt svona innan garðs nýj-
an knattspyrnumann eða handknatt-
leiksmann eða konu, og var því svar-
að neitandi, og var eðlilega ekki kraf-
izt neinna skýringa á því. En þá
verður einni að orði og mælir hugs-
andi og alvarlega, og eins og hún
væri að tala við sjálfa sig: Þeir leggja
allt of mikið i knattspyrnuna! Það
gall við glaðvær og græskulaus hlát-
ur, sem fyllti hina vinalegu og
skemmtilegu ibúð þeirra Ragnheiðar
og Sigurðar Dagssonar. Loks hjaðn-
aði hláturinn, og augnablik var hljótt
þarna inni. Þá segir ein, eiginlega
hvíslar hún því: Þetta getur lagazt.
Þær líta hver á aðra með ljúfu og svo-
I>að er sreiiiilegt að íslenzkur heimilisiðnaður á þarna góða fulltrúa. — Ragnheiður
Lárusdóttir, Birna Óskarsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Jólianna B. Hauksdóttir,
Þuríður Sölvadóttir og Ingihjörg Jónsdóttir. — Á myndina vantar Helgu Hafsteins-
dóttur og Ester Magnúsdóttur. — Myndin er tekin á heimili Ingvars Elíssonar.