Valsblaðið - 24.12.1970, Side 61
VALSBLAÐIÐ
59
— Já, það er meðal gleðilegustu
stunda á mínum íþróttaferli, en ég
leit ekki á þetta sem viðurkenningu
fyrir mig eina, heldur fyrir liðið í
heild, enda held ég að það hafi átt
að vera þannig og hlýtur raunar að
hafa verið þannig, því einn maður
vinnur ekki leik eða mót í flokka-
íþróttum.
— Eru þessir leikir í NM ekki
minnisstæðustu leikirnir á öllum þín-
um ferli?
— Nei, alls ekki. Það var Islands-
mótið í útihandknattleik uppiáAkra-
nesi í fyrra. Ég verð aldrei svo göm-
ul að ég gleymi þeim leikjum. Því
móti var svo vel lýst í Vals-blaðinu
í fyrra, að ég ætla ekki að rekja
þetta neitt nánar, en minnistæðastir
verða þeir mér allra leikja, sem ég
hef leikið.
— En ef þú nú lætur verða af því
að hætta að keppa og byrjar ekki
aftur eins og þú minntist á áðan,
ætlarðu þá að hætta að starfa fyrir
Val.
— Nei, örugglega ekki. Ég gæti
vel hugsað mér að taka að mér þjálf-
un eða eitthvað svoleiðis. Það var
að vísu nefnt við mig í haust að
taka að mér byrjendaflokk, en því
miður stendur þannig á fyrir okkur
núna, að við stöndum í húsbygging-
um og ég vinn úti á daginn, svo ég
hef alls engan tíma eins og er, en
þegar um hægist er ég tilbúin til
starfa. Ég minntist áðan á að stofna
flokk fyrir þær, sem eru hættar
keppni. Ég er viss um að með því
móti myndu margar af stelpunum,
sem eru hættar, koma aftur og tengj-
ast félaginu að nýju og ég er á því,
að það sé nauðsynlegt að þeir, sem
hafa reynsluna bæði í keppni og fé-
lagsstörfum, hverfi ekki frá félaginu
um leið og þeir hætta keppni. Það er
mjög dýrmætt fyrir félögin að hafa
þetta fólk í starfi. En til að mynda
fyrir okkur stelpurnar, sem erum
hættar keppni, er ekkert að hverfa
að hjá félaginu fyrst þessi flokkur
er ekki til sem ég nefndi áðan.
— Nú langar mig að leggja fyrir
þig eina samvizkuspurningu. Þar
sem þú ert nú gift einum kunnasta
handknattleiksmanni landsins, sem
alla tíð hefur verið í Fram og raunar
í knattspyrnunni líka, hvarflaði það
aldrei að þér hér á ykkar fyrstu ár-
um að ganga í Fram?
— Guð hjálpi þér maður — nei
aldrei. Að ganga úr Val, það hefði
aldrei getað komið til greina. Ég
hef aldrei verið kátari en þegar Val-
ur hefur unnið Fram sem stærst,
hvort sem er í kvenna- eða karla-
flokki.
— Hvaða ráð viltu svo gefa þeim
stúlkum, sem eru að feta sín fyrstu
spor í handknattleiknum ?
— Það er sjálfsagt hægt að gefa
mörg ráð, en eitt vil ég þó segja. Til
að ná árangri í handknattleik, og
það á raunar við um allar íþróttir, þá
þarf æfingu og aftur æfingu. Ég á
minar beztu endurminningar úr fé-
lagslífinu í Val, og ég veit, að ekkert
er hollara fyrir ungt fólk en að starfa
í íþróttafélagi, en ef maður vill ná
árangri, þá liggur meiri vinna á bak
við það en nokkurn getur órað fyrir
að óreyndu. Oft hefur maður farið
út af æfingum gráti næst af þreytu,
en svo hafa launin fyrir allt þetta
erfiði komið í góðum árangri og sigr-
um og þá eru minningarnar um
þreytu og erfiði á bak og burt og
ekkert nema ánægja eftir. En áður
en við slítum þessu spjalli langar mig
að koma einu að. Það er hve skamm-
arlega lítið er gert fyrir kvenna-
handknattleikinn á Islandi. Síðan
1967 hefur ekki einn einasti lands-
leikur í kvennahandknattleik farið
fram og við Valsstúlkurnar höfum
verið þær einu af öllum handknatt-
leiksstúlkum íslands, sem höfum
fengið að spreyta okkur í keppni við
erlend lið í gegnum Evrópukeppnina.
Spjallari við Þorstein
Friðþ jófsson
,,Takmarkið var 200
leikir í m.fl. og því hef ég
náð. En þótt ég hœtti nú,
ef til vill sem leikmaður,
cetla ég að starfa áfram,
ef not verða fyrir mig“
Þegar ég byrjaði sem leikmaður í
meistaraflokki, setti ég mér það tak-
mark að leika 200 leiki og því tak-
marki hef ég náð, ég hef leikið 245
leiki með meistaraflokki Vals og þess
vegna get ég hætt núna, en ég get
ekki alveg gert það upp við mig
eins og er hvort ég hætti núna. Það er
alltaf eins og eitthvað dragi mann að
þessu áfram.
— En ef þú nú hættir í haust að
leika með meistaraflokki, ætlarðu ekki
að halda áfram að starfa í félaginu?
— Jú, ef einhver not verða fyrir
mig. Ég hef í sumar verið þjálfari 2.
fl. og haft af því ánægju og ætla mér
að halda þjálfun áfram. í því sam-
Svona sinnuleysi hlýtur að segja til
sín hjá heildinni, enda tek ég eftir
því, að liðin eru skipuð mun yngri
stúlkum í dag en var þegar ég var
að byrja. Mér segir svo hugur, að
stelpurnar hætti mun fyrr nú en var
áður og ég er viss um að sinnuleysið
í samskiptum við útlönd í kvenna-
handknattleiknum á sinn stóra þátt
í því. Þó segja megi að íslandsmótið
sem slíkt sé takmark til að vinna að,
vita allir sem nálægt íþróttum hafa
komið, að æðsta takmarkið er meira
en það og við gætum rétt gert okk-
ur í hugarlund hvernig karlahand-
knattleikurinn á íslandi væri ef
landsliðið hefði aðeins leikið 13
landsleiki s.l. 10 ár og engan lands-
leik síðustu 3 árin. Sem betur fer
virðist eitthvað vera að rofa til í
þessu nú í ár með þátttöku kvenna-
landsliðsins í Norðurlandamótinu og
vona ég innilega að þetta verði upp-
hafið að öðru meiru og þá er ég viss
um að íslenzkur kvennahandknatt-
leikur rís upp úr þeirri lægð, sem
hann er í um þessar mundir.
bandi hef ég sótt um að komast á
þjálfaranámskeið úti í Englandi á veg-
um KSÍ, því ég tel það nauðsyn fyrir
þá, sem ætla sér að þjálfa, hvort sem
er yngri eða eldri flokka í íþróttum, að
afla sér eins mikillar þekkingar á
þjálfai-astörfum og mögulegt er. En
eins og ég sagði áðan, hef ég verið með
2. fl. í sumar, en í haust kemur ný
stjórn í knattspyrnudeildina og ef hún
telur þörf fyrir mig þá er ég til.
— Þú byrjaðir í 4. fl. var ekki svo?
Já, ég gerði það árið 1950 og hef
leikið með öllum flokkum félagsins og
ef ég á að segja eins og er, þá hef ég
fengið meira út úr knattspyrnunni en
ég nokkurn tíma bjóst við. í Val hef ég
eignazt mína beztu vini; verið þar í
skemmtilegum og hollum félagsskap,
leikið í gegn um alla flokka, náð 245
leikjum í meistaraflokki og leikið 10
landsleiki — hvers skyldi ég fiækar
óska mér. Ég hef af því reynslu og get
þess vegna fullyrt, að það er mikið lán
fyrir hvern þann dreng, sem kemur til
starfa og leiks í íþróttafélagi eins og
Val. Þó menn sjái þetta ef til vill ekki
meðan þeir eru mjög ungir, þá sér
maður þetta enn betur þegar maður
er um það bil að hætta.
— Það er víst venjan, Þorsteinn,
I>ví var skotið að mér, að Steini Friðþjóts ætlaði að leggja skóna á hilluna í haust
eftir að hafa verið leikmaður í Val í 20 ár samfleytt, og þess vegna kom ekki annað
til greina en eiga við hann spjall um Val og veru hans í félaginu. Þorstein þarf ekki
að kynna fyrir Valsmönnum. Hann er elzti og leikreyndasti maður Vals-liðsins í dag,
því leikmaður í meistaraflokki hefur hann verið síðan 1957. Þegar menn hætta að
leika eftir jafn langan feril og Þorsteinn á í Val hrökkva memi ósjálfrátt við, vegna
þess, að þegar menn hafa verið leikmenn sama liðsins í 13 ár, þá finnst maiuii þeir
nánast ómissandi hluti af liðinu. Þegar ég byrjaði á að spyrja Þorstein hvort þetta
væri rétt að liann væri að hætta vildi hann ekki gefa mér ákveðið svar: