Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 65

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 65
VALSBLAÐIÐ 63 Örn Eiðsson: Matti Jdrvinen EftirfaranUi frásögrn um hinn heimsfræga finnska íþróttagarii, Matta Járvinen, er að stofni til erindi, sem Örn Eiðsson flutti í Ríkisútvarpið. En Örn hefur flutt í útvarpið að unUanfömu allmörg erinUi um ýmsa heimsfræga afreksmenn á sviði íþrótta. Hafa erinUi þessi vakið mikla athygli, ekki aðeins meðal íþróttamanna, helUur og langt út fyrir raðir þeirra. Á öllum sviðum mannlífsins hefur komið fram frægt fólk, afreksfólk; stundum hafa systkini og jafnvel heil- ar fjölskyldur vakið á sér heimsat- hygli fyrir framúrskarandi afrek. í þessari frásögn er ætlunin að spjalla um fræga finnska íþróttafjölskyldu, ef svo má segja, Jarvinen-fjölskyld- una. Árið 1906 voru afmælis-Olympíu- leikar haldnir í Aþenu, þá voru liðin tíu ár frá endurvakningu þeirra, en fyrstu leikar nútímans fóru fram í Aþenuborg árið 1896. Á þessum Olym- píuleikum, þ.e.a.s. 1906, hlutu Finnar sín fyrstu olympisku gullverðlaun, þau vann Werner Járvinen, en hann varð Olympíumeistari í kringlukasti. Eins og oft vill verða hafa myndazt ýmsar sögur um afrek og hvernig þau eru til komin. Hvað sigur Werner Jarvinen áhrærir, þá halda margir því fram, að hann - hafi alls ekki átt að keppa í kringlukasti, heldur kúluvarpi. Wern- er hafði aldrei kringlu augum litið fyrr en hann kom til Grikklands. Þeg- ar þessi glæsilegi Finni hafði kastað kringlunni á æfingu í Aþenu tókst honum það svo fimlega, að ákveðið var í skyndi, að hann skyldi taka þátt í þeirri grein. Hvað sem sannleiks- gildi þessarar frásagnar líður, þá er það staðreynd, að Werner Járvinen sigraði í þessari fornu íþróttagrein á OL 1906 og varð til þess að valda byltingu á sviði íþrótta í Finnlandi. En Werner var ekki aðeins faðir frjálsíþrótta í Finnlandi eins og sagt er, heldur var hann faðir fjögurra sona, sem allir gátu sér frægð í íþrótt- um, ekki aðeins í Finnlandi, heidur um víða veröld. Frægð þeirra bræðra stóð í öfugu hlutfalli við aldur þeirra, þar sem sá yngsti varð þeirra fræg- astur. Sá heitir Matti Járvinen og varð heimsmethafi í spjótkasti. Elztur þeirra bræðra var Yrjö, hann var fjölhæfur íþróttamaður og gat sér ágætan orðstír í Finnlandi. Næst- elztur var Kalle, hann var kúluvai’pari og setti m. a. finnskt met og varð finnskur meistari. Hann varpaði kúlu lengst 15,92 metra, sem þá var með því bezta í heiminum. Þriðji sonurinn, Achilles (hann fæddist daginn áður en faðir hans fór sigurför sína til Grikklands og var því nefndur eftir hinni forngrísku hetju) varð einn af beztu tugþrautarmönnum heimsins. Hann tók þátt í tugþraut á Olympíu- leikunum í Amsterdam árið 1928 og var þar í fremstu röð. En yngsti sonurinn, Matti, varð þó þeirra langfrægastur. Um margra ára skeið var hann bezti spjótkastari í heimi og segja má, að enginn hafi staðið honum á sporði í þessari karl- mannlegu íþróttagrein. Hann bætti heimsmeti á heimsmet ofan og skipti þá engu máli, hvort um harða keppni væri að ræða eða ekki. Ekki er ólíklegt að ætla, að þessir einstöku íþróttahæfileikar þeirra bræðra hafi verið ættinni í blóð runn- ir. En þeir einir nægja þó ekki til að skapa slíka afburðamenn, fleira kem- ur þar til. Hitt mun sönnu nær, að um- hyggja föðurins fyrir sonum sínum, íþróttauppeldi og metnaður þeirra sjálfra, hafi öðru fremur gert þá að því, sem raun ber vitni. Enginn dagur leið svo, eftir að þeir bræður komust á legg, að þeir iðkuðu ekki leikfimi og hún þyngdist því meir sem drengirnir uxu'að árum og þroska. Matti var seinþroskaðri en bræður hans og Werner faðir hans bjóst ekki við jafnmiklu af honum sem þeim. En Matti lagði sig allan fram og gerði það sem hann gat. Hann fór í einu og öllu eftir æfinga- og lífsreglum föður síns, hann iðkaði nær allar greinar frjálsíþrótta, hann lék sér og fór í áflog við jafnaldra sína, æfði skíða- Fiiuiski íþrótagarpurinn Matti Járvinen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.