Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 68

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 68
66 VALSBLAÐIÐ Sigurdór Sigurdórsson: Norðurlandameistaramót unglinga í handknattleik Spjulluö viö fgrirliöu íslenzhu liösins. Valsmanninn Stcfnn íiunnarsson Fyrirliðinn Stefán Gunnarsson, afhendir foringjanum Axel Einarssyni, Norður- Iandabikarinn, og: má ekki greina hvor ánægðari er! Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzka unglingalandslið- ið í handknattleik varð Norðurlanda- meistari 1970. Mótið var haldið í Aabo í Finnlandi í byrjun aprílmán- aðar s.l. Valsblaðinu þótti tilhlýði- legt að minnast þessa glæsilega sig- urs unglingaliðsins okkar og ef til vill ekki alveg án eigingirni. Það þarf ekki mikla hlutdrægni til að segja, að Valur hafi ef til vill átt stærri þátt í þessari velgengni en önnur félög. í fyrsta lagi voru 4 Valsmenn í sjálfu liðinu. Formaður unglinga- nefndar HSÍ hefur verið frá upphafi, þar til nú í haust, Jón Kristjánsson, og ég held, að á engan sé hallað, þótt sagt sé, að hann eigi einn stærsta þáttinn í velgengni unglingaliðsins, með þeirri geisilegu vinnu, er hann hefur lagt í að byggja unglinga- starfið upp frá grunni. Þá eru það síðastir en ekki síztir þjálfarar liðs- ins þeir Páll Eiríksson og Reynir Ólafsson, annar leikmaður Vals í handknattleik, en hinn þjálfari 1. deildarliðs Vals. Og að lokum var það Valsmaðurinn Stefán Gunnars- son, sem stjórnaði íslenzka liðinu inni á vellinum, og það er einmitt við hann, sem við ætlum að spjalla stuttlega vegna þessa afreks hans og þeirra Ólafs Benediktssonar, Guð- jóns Erlendssonar, Jakobs Benedikts- sonar, Vignis Hjaltasonar, Axels Axelssonar, Ingvars Bjarnasonar, Pálma Pálmasonar, Marteins Geirs- sonar, Björns Péturssonar, Vilbergs Sigtryggssonar, Björns Jóhannsson- ar, Guðjóns Magnússonar og Páls Björgvinssonar, en þessir menn skip- uðu lið Norðurlandameistaranna. — Ég man það, Stefán, að menn voru nokkuð annað en bjartsýnir á árangur íslenzka liðsins fyrir þessa keppni, þar til aðeins tveimur, þrem- ur dögum fyrir utanförina, þá allt í einu vaknaði von? — Já, þetta er rétt. Við vorum orðnir harla vonlitlir um að nokkuð yrði úr þessu liði okkar. Það hafði verið æft mjög vel allan veturinn, en einhvern veginn gekk hvorki né rak, og við töpuðum flestum æfingaleikj- unum við 1. deildarliðin og strák- arnir voru farnir að gera grín að okkur fyrir getuleysi. En svo nokkr- um dögum áður en haldið var utan „negldist“ þetta saman hjá okkur svo um munaði. — Það er búið að lýsa svo vel ein- stökum leikjum úr þessu móti bæði í ársskýrslu HSÍ og eins í dagblöð- unum á sínum tíma, svo við skulum sleppa því hér, en hvaða leikur er þér minnistæðastur úr keppninni, Stefán? — Leikurinn við Noreg. Það var fyrsti leikur okkar í keppninni og við unnum hann 16:13, og þessi sigur gaf okkur trú á liðið. — Heldur þú að íslenzka liðið hafi í rauninni verið bezta lið keppninnar eða var um einhverja heppni að ræða? — Ég held, að við höfum átt sterkasta liðið ásamt Svíum. Sænska liðið var nokkuð seint í gang, en ég hygg, að við hefðum ekki óskað eftir að mæta þeim undir lokin. Svo er annað, sem ég ætla að hafi átt stór- an þátt í velgengni okkar. Við kom- um fyrstir á staðinn og vorum bún- ir að kynnast aðstæðum, þegar hin liðin komu til Aabo og eins að við bjuggum allir í einum litlum sal, og fyrir bragðið varð um einstaka sam- heldni hópsins að ræða. Ýmislegt svona getur haft mjög mikið að segja. — Þú sagðir, að leikurinn við Nor- eg væri þér minnistæðastur, en var ekki síðasti leikurinn gegn Finnum erfiður, þegar Norðurlandameistara- titillinn var kominn í augsýn? •—• Jú, hvort hann var, og ég skal játa það, að manni leið ekkert of vel fyrir þann leik. Allt gekk þó vel og sigurinn, sem varð 14:12, virtist orðinn öruggur strax um miðjan síð- ari hálfleikinn, þegar staðan var 12:9, svo lokamínturnar urðu ekki neitt æsispennandi en nógu erfiðar samt. Ef Finnar hefðu unnið þennan leik, þá hefðum við þurft aukaleik við Svía, og eins og ég sagði áðan vorum við fegnir að losna við hann. — Hvernig leið ykkur, þegar flaut- an gall til merkis um leikslok og þið orðnir Norðurlandameistarar? — Ég get nú varla lýst því, það er tilfinning, sem erfitt er að lýsa, enda gerðist þá margt í einu og mað- ur greip það ekki allt, en ef til vill er bezt að lýsa því í einu orði — óvið- jafnanlegt. — Ég er ekkert viss um að okkur hefði liðið neitt betur þótt við hefðum verið að vinna heims- meistaratitill. Og þegar okkur var afhentur bikarinn og íslenzki þjóð- söngurinn var leikinn, það er stund, sem enginn okkar gleymir. — Já, ég get vel trúað því, en hvers virði er nú þátttaka liðsins í svona móti? •— Hún er tvímælalaust ómetan- leg. Fyrir utan þá leikreynslu, sem menn fá, þá er eins og menn fyllist svo miklu sjálfstrausti við að hafa gengið í gegnum þá eldskírn, sem þetta mót er og ég hygg, að þetta sé reynsla allra þeirra, sem farið hafa í svona ferðir. Þess má til gamans geta, að sumir leikmenn )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.