Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 22
22
Þá svaraði Zevs:
“Enginn dauðlegur maður getur orðið alls þess að-
njótandi. Eg skal veita honum eitt af þessu þrennu.
Og láttu hann sjálfan velja um.”
Og Afródíte brá sér í líki ungrar kóngsdóttur, gekk
á fund kóngssonarins og sagði við hann:
“Elskulegi kóngsson! Skýsafnarinn Zevs vill veita
þér einhverja af þessum þremur náðargjöfum: auðsœld,
nafnfrœgft, eða nœgjusemi. Hverja þeirra viltu?”
“Eg vil þær helzt allar," svaraði kóngssonurinn.
“En Zevs vill ekki gefa neinum dauðlegum manni,
nema aðeins eina,” sagði Afródíte; “og kjóátu nú um."
Kóngssonurinn hugsaði sig um nokkra átund.
“Hvaða gagn get eg haft af auóœfum, ef mig
skortir nægjusemi?" sagði hann að lokum. “Og til
hvers er nafnfrœgÍS, ef henni fylgir hvorki auður né
ánægja ? þess vegna hlýt eg að biðja Zevs, að veita mér
nœgjusemi, því að henni fylgir þó að mináta koáti dag-
legt brauð,"
Og Afródíte fór og sagði Zevs orð hins fríða
kóngssonar.
“Hann hefir valið viturlega,” sagði Zevs; “og
nœgjusemi skal honum veitaát."
Og kóngssonurinn hélt áfram að vera hvers manns
hugljúfi. Hann lifði langa æfi í ró og friði. En hann
varð aldrei konungur; æfisaga hans var aldrei
rituö; og nafn hans gleymdist um leiö og hann dó.