Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 28
26
mannlegu valdi stæði til að ná heilsunni aftur, og
leitaði nú fjölda lækna, nieð litlum árangri. Loks
frétti hann um laugar nokkrar í ríkinu Georgia, sem
höfðu reynst ýmsum vel er líkt var ástatt um.
Meðalhitinn í laugum þessum er talinn 88 gr.
(Fahr.). Afréð hann nú að leita þessara lauga
þótt vantrúaður væri á gagnsemi slíkra tilrauna
fyrir sig. Það er alkunnugt að limafallssjúkir menn
geta hreyft sig í vatni, þótt þeim sé það annars
ómögulegt. Roosevelt hafði áður verið ágætur
sundmaður; kom sú kunnátta nú að góðu haldi,
jafnvel þótt hann gæti í fyrstu aðeins synt með
höndunum. Dvaldi hann stundum sex klukku-
stundir á dag í hinu heita laugavatni, og æfði sig
stöðugt. Smám saman óx honum svo styrkur, að
hann gat farið að nota fæturna, og drógst nú áfram
á hækjum. Eftir rúma ársdvöl við þessar laugar
var hann orðinn svo styrkur að hann gat setið á
hestbaki, og keyrt bifreið sína sjálfur. Nú gengur
hann við hækju og staf.
Árið 1924 kom Roosevelt enn fram á stjórnmála-
sviðið og hélt útnefningarræðuna fyrir merkisbera
sérveldismanna, Alfred E. Smith. Fjórum árum
síðar fór hann til Houston, Texas, og fékk því til
leiðar komið að Smith var aftur útnefndur forseta-
efni. Gaf hann honum um leið viðurnefnið “Glað-
sinna hermaðúrinn." (Happy Warrior).
Til þess að launa Roosevelt fylgi við sig, og einn-
ig til þess að efla áhrif sérveldismanna í New York
fylki fékk Smith því til leiðar komið að Roosevelt
var útnefndur fylkisstjóri í New York 1924. Enda
þótt Smith og Robinson töpuðu kosningu í því fylki
með meii’a en 100,000 atkvæða mun, vann Roo.se-
velt fylkisstjóra kosninguna með rúmlega 25,000
atkvæða meiri hluta. Tveim árum síðar var hann
endurkosinn fylkisstjóri með meiri atkvæðamun en
nokkru sinni áður hefir átt sér stað í því fylki. Nú
varð ekki lengur um það deilt að þessi maður har,
að dómi kjósenda, höfuð og herðar yfir flesta
flokksbræður sína. Lýðhylli hans og röggsamleg