Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 31
29
brögð varð mönnum brátt ljóst að flokkana greindi
ekki á um nein veruleg atriði. Beindist hugur kjós-
enda því einkum að mönnunum tveimur sem í boði
voru, persónuleik þeirra, skaplyndi og sögu. Varð
baráttan þannig milli tveggja manna, sem báðir
vildu hið sama, fremur en milli tveggja andstæðra
flokka, sem vildu sitt hvor.
Hoover forseti hafði setið að völdum í fjögur ár.
Á þessu tímabili hafði hann fengið orð fyrir að vera
kaldsinna og fálátur. Sem ræðumaður þykir hann
rökfastur og snjall, en langorður og ófyndinn. Því
fór einnig fjarri að “andi ameriskra horgara” væri
slíkur sem Coolidge hafði ætlað. Mikill fjöldi kjós-
enda lét Hoover gjalda þess að hann var forseti
einmitt nú, og kendu honurn um að “hafa skapað
storminn.” Mun það rétt sem Norman Thomas,
forsetaefni jafnaðarmanna sagði síðar: “í raun og
veru voru menn ekki að greiöa atkvæði með Roose-
velt. Þeir voru að greiða atkvæði á móti Hoover—
það var hatursatkvæðið sem réð útslitunum.’’
Strax og útnefning Roosevelts var kunn fóru að
heyrast hvíslingar í herbúðum samveldismanna um
að það væri óhæfa að útnefna heilsulausan mann í
svo veglegt embætti. Roosevelt gaf þeim orða-
sveim fullkomið rothögg með framkomu sinni. Það
var enginn vanheilsu svipur á þessum sex feta háa
manni þar sem hann flaug frá New York til Chi-
cago til að taka útnefningunni; ferðaðist hann svo
síðar ríki úr ríki og stóð klukkustundum saman á
ræðupöllum, miðlandi af gnægtum mælsku sinnar,
brosandi út undir eyru, fullur af fjöri og sigurvissu.
Varð “fleinninn í holdinu’’ honum fremur til styrkt-
ar en ógagns. Menn sáu að þarna var rnaður sem
hafði yfirunnnið, að núklu leyti erfiðleika í prívat
lífi sínu, sem hver meðalmaður mundi hafa fallið
fyrir. Skyldi hann þá ekki einnig geta ráðið fram
úr erfiðleikum þjóðarinnar? Mönnurn fanst hann
standa þeim svo nærri, að hann skildi áhugamál
og erfiðleika einstaklingsins. Þar sem kona hans