Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 34
32
um eða jafnvel giskað á hverjar afleiðingarnar
kunna að verða. Enginn efast um að þessar kosn-
ingar má telja merkilegan viðburð í sögu þjóðar-
innar, og að áhrifa þeirra mun brátt gæta í við-
skiftum við aðrar þjóðir. Vafalaust má nú vænta
róttækari og skjótari framkvæmda af stjórninni en
áður, einkum vegna þess að hún hefir nú frjálsar
hendur, með meiri hluta þingmanna sín megin í
báðum deildum þjóðþingsins. Vel væri það að hin
spámannlegu orð hins ný-kjörna foringja reyndust
sönn í náinni framtíð: “Mann'kynið rís upp úr öll-
um erfiðleikum, öllum plágum, öllum slysum, til
nokkurrar æðri þekkingar, hreinna siðferðis, göf-
ugra tilgangs. í dag sjáum vér á bak þess tímabils,
sem einkenna má sem tímabil hugsunarleysis, lélegs
siðferðis, sjálfselsku einstakra manna og kvenna,
og allrar þjóðarinnar. Reiknið ekki þetta stjóminni
til skuldar. Kastið sökinni jöfnum höndum á oss
sjálfa. Verum nógu hreinskilnir til þess að játa
þann sannleika að margir af oss hafa beygt knén
fyrir Mammon, treyst á árangur fjárglæfraspila,
viljað ganga á Aðalstræti lífsþægindanna fyrirhafn-
arlaust...... Vér þurfum að snúa við aftur upp á
hærri svið......’’ (Chicago, 2. júlí 1932).
Þjóðin hefir nú kosið nýjan leiðtoga. Framtíðin
ein getur leitt í ljós hvort honum er af forsjóninni
falið að snúa þjóðinni, og heiminum við á vegi villu
sinnar, og lyfta mönnunum upp á hærri svið þekk-
ingar þroska og siðferðis. Margir efast að sjálf-
sögðu um það, en allir ættu að óska þess. Þar sem
hann hefir nú verið kosinn með svo glæsilegum
meiri hluta munu allir sannir borgarar ýmsra landa
óska honum góðs gengis, og vona að hann beri
gæfu til að uppfylla sem flestar af þeim margvís-
legu vonum og framtíðardraumum sem við hann
eru tengdir. Vonandi verður dómur amerískra
sagnaritara á ókomnum árum ekki á þann veg, að
betur hefði farið að ósk Cleveland forseta, litla
drengnum til handa, hefði ræzt.