Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 38
36
þar fá ár. Þaöan fluttu þau að Gunnarsstöðum, til
Gunnars Helgasonar landnema í Hnausabygð. Þar
dó Kristján 1915. En Herborg flutti þá vestur í
Mozart, Sask., til frændfólks síns. Þar dó hún 6.
apríl (föstudaginn langa) 1917, 66 ára. Þau hjón
voru barnlaus, en ólu upp pilt Kristján að nafni.
Landnemi, N. E. 2.
Gunnar Alexandersson. — Hann er systursonur
Gunnars Guömundssonar er nam land í Árdalsbygð.
(Hlíðarenda, lot 22.) Hjá honum og konu hans
Veróníku ólst hann upp. Hann bjó aldrei á þessu
landi, en réttinn á því vann hann til heimilis hjá
fósturforeldrum sínum. Kona hans er Jónína, dótt-
ir Kristmundar Benjamínssonar landnema í Árdals-
bygð, sunnanmegin fljótsins. (Lot 41.) Þar heitir
Skógardalur, sem er ábýlisjörð þeirra Gunnars og
Jónínu. Þau hafa eignast tvo sonu: Jóhannes
Gunnar og Tómás Kristmund Normann. Stúlku
mistu þau unga. Gunnar er verkmaður mikilvirkur
og kappsfullur, vinnur allar veiðivertíðir á Winni-
pegvatni, er því sjaldan heima. Hefur því Jónína
haft alla umsjón við búið og lætur sér ant um
skepnur sínar, því hún er góð húsfreyja og prýði-
lega skynsöm. Landnám sitt seldi Gunnar, er hann
hafði unnið á því landtökuréttinn.
Björn Eyjólfsson, sem getið er í landnematali
Geysibygðar, (S. E. 16.) keypti landið af Gunnari,
bygði þar upp og flutti sig á það. Þar bjó hann nokk-
ur ár, eri seldi það aftur er hann flutti til Árborgar
1922. Hann var einn hinn mesti athafnamaður og
bráðduglegur. Einn meðal liinna þjóönýtu starfs-
manna er varð að falla frá á bezta aldursskeiði og
mikil eftirsjá var að. Kona hans er Ingibjörg, dótt-
ir Sveins Borgfjörðs. (kennir sig við Borgarfjörð
eystra). Gáfuð kona er liún og hin skörulegasta,
og kemur mjög myndarlega fram.
Landnemi, S. V. 3.
Valdimar Jóhannesson. — Hann bjó á eignarjörð
sinni í Árdalsbygð. (Lot 11.) Hann starfrækti þetta
sitt heimilisréttarland og tók á því eignarétt en bjó