Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 39
37
þar aldrei. Síðar keypti hann af Jóni Halldórssyni
heimilsréttarland hans. Þar verður hans nánar
getið. (S- V. 30.)
Sigfús Jónsson, er var landnemi í ísafoldarbygð
og flutti þaðan í flóðinu 1901, settist á þetta land,
en þá voru Oddalöndin ekki gefin út fyrir heimilis-
rétt, en hann var þá dáinn er það komst í fram-
kværnd. Sigfús var Austfirðingur að ætt. For-
eldrar hans voru Jón bóndi á Refsmýri í Fellum og
Guðbjörg Sigfúsdóttir prest á Ási í Fellum, Guð-
mundssonar. Kona Sigfúsar Jónssonar var Guðrún
Hildibrandsdóttir. Dóttir þeirra var Hildur fyrri
kona Jóns Jamesar landnema í Árdalsbygð. (S. V.
36). Önnur dóttir þeirra er Guðný. kona Sigurðar
Árnasonar, sem hér verður getið. (N. E. 4). Eftir
lát Sigfúsar flutti Guðrún til Guðnýjar dóttur
sinnar.
Landnemi, S. E. 4.
Snæbjörn Snorrason Jónssonar. — Hann vann
réttinn á landnámi sínu til heimilis hjá föður sín-
um og starfrækir það. Talið var það eitt bezta
landnám nýlendunnar, alt skóglaust hornanna milli.
Landnemi, S. V. 4.
Snorri Jónsson. — Foreldrar hans voru Jón
Marteinsson og Kristlaug ólafsdóttir, er bjuggu á
Fjöllum í Kelduhverfi. Kona hans var Kristjana
Sigurðardóttir bónda á Ingjaldsstöðum, Eiríkssonar.
Móðir Kristjönu var Guðrún, Erlendsdóttir bónda á
Rauðá í Bárðardal, Sturlusonar hins stóra. En
móðir hennar var Guðný, systir Sigurðar á Gaut-
löndum, föður Jóns alþ.m. þar. Þau Snorri og
Kristjana giftu sig 1881, en fluttu til Vesturheims
tveim árum síðar og settust þá að í Riverton. En
1886 tóku þau land í ísafoldarbygð og fluttu þang-
að. Kristjana lézt þar haustið 1899. Hún var geð-
prúð kona og þótti mikið til hennar koma að ráð-
deild og stjórnsemi. Synir þeirra eru: Snæbjörn,
sem getið var hér að framan; Njáll Kristján, sem
getið verður hér næst, þriðji Erlendur; en dóttir
þeirra er Unnur, kona Jakobs Sigvaldasonar. (N. E.