Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 41
39
einlífið vel úr hendi, er har snildar umgengni, jafnt
innanhúss sem utan, svo að því leiti sýnist hann
ekki vera konuþurfi, — að öðru leyti ekki heldur
bví ekki hefur borið á því, að hann hafi leitað fyrir
sér með konuefni. Njáll hefur komið fyrir sig góð-
um efnum og kann vel með þau að fara, kemur
hann hvervetna myndarlega fram.
Landnemi, N. E. 4.
Katrín Hildibrandsdóttir. — Hún var systir Jóns
Hildibrandssonar, er nam land í Fljótsbygð sem get-
ið er í landnematali þeirrar bygðar. Hún kom
ekkja frá íslandi og nam hér land. Maður hennar
var Árni, sjómaður í Bakkagerði í Borgarfirði
eystra, Sigurðsson, Árnasonar. Móðir Árna í Bakka-
gerði var Guðrún Hannesdóttir, móðursystir Kletta-
fjallaskáldsins St. G. St. En bræður Sigurðar föð-
ur Árna, voru þeir Magnús snikkari í R.vík og Árni,
er fyrstur bygði á Sauðárkróki, kallaður landnáms-
maður. Synir þeirra Árna og Katrínar eru: Sigurð-
ur og Eysteinn; en dóttir þeirra er Hildur; hún
kennir á barnaskóla. Eysteinn er yfirkennari á
skólanum í Riverton kona hans er Helga, dóttir
Jóns alþ.m. frá Sleðbrjót. En Sigurður bjó á þessu
landi móður sinnar nokkur ár og vann á því land-
tökuskyldurnar. Kona hans er Guðný Sigfúsdóttir,
sem áður er getið, þau systrabörn; synir þeirra eru:
Árni, Óskar og Viktor, en dóttir Hulda. Þau hjón
hafa flutt af landinu og sest að í Chicago. Árni
sonur þeirra vinnur þar við teikningar, listhæfur
maður.
Landnemi, S. E. 5.
Percy C. Jónasson. — Fósturforeldrar hans voru
þau Rannveig og Sigtryggur Jónasson, frumherji
að landnámi Nýja-íslands og fyrv. fylkisþingmaður
Gimlikjördæmis. Faðir Percy var af skozkum ætt-
um, en móðir hans var af enskum aðalsættum! —
lengra aftur talið frá hinum norrænu Norðmandíu-
mönnum er komu með Vilhjálmi bastarði til Eng-
lands, 1066. Percy er hæfileikamaður, svo fáir
munu þar standa honum jafnir. Hann vinnur að