Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 42
40
verzlunarstörfum í Árborg. Þar er hann búsettur.
Kona hans er Þórey Sigríður dóttir Gests í Haga,
Oddleifssonar. Þau giftu sig 7. nóvember 1915.
Börn þeirra eru: 1. Percy Theodór; 2. Rannveig
Þórey; 3. Lára May; 4. Arthur Villarð.
Landnemi, S. V. 5.
Kristlaugur lllugason Anderson. — Faðir hans
var Illugi bóndi á Fagranesi á Langanesi, Einars-
son bónda á Hóli, Árnasonar. En móðir hans var
Kristbjörg, dóttir Sæmundar og Þórdísar, er bjuggu
á Heiði á Langanesi. Kona Kristlaugs er Margrét
Ólafsdóttir útgerðarmans í Hafnarfirði, Þorsteins-
sonar bónda í Hvammi í Ölvusi. En móðir hennar
var Guðrún Björnsdóttir bónda í Lækjarkoti í
Hafnarfirði, Ólafssonar úr Húnavatnssýslu. Henn-
ar móðir var Elín yfirsetukona. En móðir Ólafs
föður Margrétar var Þórdís, er var ljósmóðir 100
barna, en var 22 barna móðir. Til Vesturheims
flutti Kirstlaugur árið 1889, þá einhleypur 26. ára,
en Margrét var þá 20 ára er hún flutti vestur 1903.
Þau giftu sig 18. nóvember 1906. Börn þeirra eru:
1. Valdimar Ágúst; 2. Sigurrós Elisabet, kennir
music: 3. Kristbjörg Aðalheiður; 4. Þór Jóhann. Á
þetta land fluttu þau hjón 1910 og bjuggu á því 11
ár. Þá seldu þau landið og fluttu til Árborgar.
Bæði eru þau starfsöm, hagnýtin og reglusöm. Og
oft hefur margrét rétt þeim hlýja hönd er fátækari
hafa verið enn hún sjálf. Hún er með afbrigðum
dugleg og velvirk. Kristlaugur er skynsemdarmað-
ur og athugull um margt í rás viðburðanna, er og
fróðlegt að ræða við hann þar um. Mælskur þykir
han og með afbrigðum. Silfurbrúðkaup var þeim
hjónum haldið af vinum og vandamönnum þann 18.
nóv. 1931.