Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 44
42
höfðu unnið réttinn á því. Magnea er nú dáin
fyrir nokkrum árum, en Hermann dvelur hjá böm-
um sínum í Winnipeg. Hann vann nokkur ár að
útgáfu Lögbergs. Ungur gekk hann á Latínuskól-
ann í Rvík, er því vel mentaður. Og enn er hann
ungur í huga, er kominn um áttrætt, unglegur í
sjón og hreifingum og er hinn ernasti. Hann hefir
verið hið mesta prúðmenni í allri framkomu.
Landnemi, S. E. 6.
Einar Stefánsson. — Faðir hans var Stefán alþ.m.
í Árnanesi í Hornafirði, Eiríksson. En móðir hans
var GuðrúnEinarsdóttir stúdents í Skógum undir
Eyjafjöllum, Högnasonar. Ætt Einars má rekja í
beinan karllegg til Ásbjarnar Eyjangurs-Bjarnason-
ar, er dó í hafi í landnámsferð til íslands úr Sogni.
Frá landnámsmanni til landnámsmanns:
1. Özurr, landnámshöfðingi.
2. Þórður Freysgoði.
3. Þorgeir á Skaftafeili.
4. Þorgils, er Njála segir að tekið hafi við goðorði
Flosa eftir brennuna.
5. Sigmundur, er dó í Rómaför 1118.
6. Jón á Svínafelli, dáinn 1166.
7. Ormur á Svínafelli, síðar múnkur á Þverá;
dáinn 1191.
8. Sigmundur á Svínafelli, dáinn 1198.
9. Jón á Valþjófsstöðum, síðar á Svínafelli; dáinn
1212.
10. Þórarinn á Valþjófsstöðum.
11. Þorvarður hirðstjóri, dá'inn 1296.
12. Oddur riddari.
13. Páll, er bjó á Hoffelli í Hornafirði.
14. Þorvarður héraðshöfðingi á Eiðum.
15. Páll hirðstjóri á Eiðum, dáinn í stórubólu 1403.
16. Jón prestur Maríuskáld, dáinn 1471.
17. Finnbogi lögmaöur Maríulausi, dáinn um 1520.
18. Þorsteinn sýslum. í Reykjahlíð, dáinn 1553.
19. Nikulás klausturhaldari á Múnkaþverá.
20. Guðmundur bóndi á Laxamýri.