Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 45
43
21. Ólafur prestur og skáld á Sauðanesi, dáinn 1609
22. Guðmundur prestur í Einholti, er á lífi 1651.
23. Högni prestur í Einholti.
24. Guðmundur prestur á Þvottá í Álftafirði.
25. Bergur prófastur í Bjarnanesi.
26. Benedikt bóndi í Árnanesi.
27. Eiríkur bóndi í Árnanesi.
28. Stefán hreppstjóri og alþingismaður í Árnanesi.
29. Einar bóndi í Árnanesi, síðar landnemi í Víðir
í Nýja íslandi.
Kona Einars var Lovísa Benediktsdóttir bónda
í Árnanesi, Bergssonar dbrm. þar og sýslumanns
í Austur-Skaftafellssýslu. Bræður voru þeir Bergur
föðurfaðir Lovísu og Eiríkur föðrfaðir Einars. —
Móðir Lovísu var Vilborg Jónsdóttir bónda í Hafn-
anesi, Magnússonar prests í Bjarnanesi, Ölafs-
sonar sýslumanns í Haga á Barðaströnd, Árnason-
ar, er var 6. liður í beinan karllegg frá Lofti ríka.
Systir séra Magnúsar í Bjarnanesi var Þórunn, er
talin var högust kona á íslandi, og gullkrossinn
hlaut frá drotningu Dana fyrir hannyrðir. — Þau
Lovísa og Einar eignuðust tólf börn, sex sonu og
sex dætur: 1. Sigríður, kona Rafnkels Bergsson-
ar byggingameistara í Winnipeg; 2. Guðrún, kona
Þórarins Kristjánssonar (II S. E. 24); 3. Bentína,
dó ung; 4. Pálína Vilborg, kona Bérgs Hornfjörð
(II S. V. 1): 5. Jóhanna, kona Guðmundar Vigfús-
sonar II S. E. 1); 6. Ástríður kona Magnúsar
Gíslasonar (N. E. 7). En synir þeirra eru: Bene-
dikt, heima á íslandi; 2. Stefán, ritstjóri Heims-
kringlu, kona hans er Kristín Guðmundsdóttir,
Kolbeinssonar, af ætt séra Kolbeins í Miðdal; 3.
Þorsteinn (S. V. 7); 4. Guðjón (II N. E. 2); 5.
Högni, til heimilis í Winnipeg, ókvæntuH 6. Björn,
dó ungur. Fósturdóttir þeirar hjóna er Guðrún,
dóttir Þórarins Stefánssonar og Steinunnar konu
hans, er tóku land í Framnesbygð (S. V. 19). Þá
var st.úlkan nýfædd er þau Árnaneshjón tóku hana
til fósturs, en foreldrar hennar fluttu þá vestur.
Nú er hún til heimilis hjá Rafnkeli og Sigríði