Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 47
45
oft margt gesta í einu; varð því búskapurinn kostn-
aðarsamur og gekk við það saman. Og merkinu
liéldu þau uppi þrátt fyrir það, og nutu almennrar
virðingar og þótti mikils um þau vert. En árið 1904
seldu þau búið og jörðina og fluttu til Vesturheims.
Litlu síðar tóku þau rétt á þessu landi, er nefnt
var Fljótshlíð og settust þar að. Einar lézt 6. maí
3 910, 63 ára. Lovísa flutti þá til Sigríðar dóttur
sinnar í Winnipeg. Þar lézt hún þrem árum síðar,
68 ára.
Landnemi S. V. 6
Björn Jónsson Vatnsdal. — Foreldrar hans voru
Jón, ættaður úr Miðfirði, og kona hans Magdalena
dóttir Nikulásar Buck, er var norskur að ætt, en
móðir hennar var Karen Björnsdóttir, Halldórs-
sonar biskups á Hólum, Brynjólfssonar. — Kona
Björns Vatnsdals var Jólianna Símonardóttir, syst-
ir Sigvalda í Framnesi í Geysibygð. Þau bjuggu á
Spena í Miðfirði, síðar að Giljá í Vatnsdal. — Til
Vesturheims fluttu þau 1883. Þau tóku land í
Fljótsbygð, er þau nefndu Kelduland. Þar dó Jó-
hanna. Þau áttu mörg börn, en tvö þeirra eru á
lífi: Sigvaldi Þorsteinn og Kristín, gift Jóni Sigurði
í Víðitungu í Fljótsbygð, syni Páls landnema þar,
Péturssonar bónda í Marbæli í Óslandshlíð, Guð-
mundssonar. Eftir lát Jóhönnu fór Björn að búa
með Þóru Jónsdóttur frá Uppsölum í Hálsasveit.
Þeirra synir eru: Jóhann Tímóteus og Þórður Guð-
jón. Árið 1902 flutti Björn á þetta land og tók á
því annan rétt. Þóra var þá dáin. Björn var nýtur
búmaður, kunni vel að fara með skepnur sínar og
hafði góða forsjá á verkum. Hann lézt 1905.
Landnemi N. V. 6
Sigvaldi Þorsteinn, sem hér var getið að fram-
an, sonur Björns Vatnsdals, vann réttinn á þessu
landi lijá föður sínum og tók við búi hans eftir
bans dag. En í stað þess að staðfesta ráð sitt við
stúlku, tók hann sér drengtetur og baslaði með hon-
um í eitt ár. Og varð það sem Símon kvað eitt sinn:
“eins og að eta brauð með brauði, búinn þungu