Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 48
46
andstreymi”. Varð svo að hætta allri sjálfsmensku
eftir miklar lirakfarir á skepnum sínum. Sigvaldi
er góður verkmaöur hjá öðrum. Hann hefir unnið
mikið hjá landmælingamönnum. Hann er ókvænt-
ur og barnlaus, til heimilis í Riverton.
Landnemi N. E. 6.
Daníel Pétursson. — Paðir hans var Pétur bóndi
á Reykjum í Hrútafirði, Sigurðsson bónda á Hvalsá,
Jónssonar. Móðir Daníels var Sigríður Guðmunds-
dóttir bónda á Tannstöðum í Hrútafirði, Guð-
mundssonar. Móðir Sigríðar var Þorbjörg Jóns-
dóttir hreppstjóra á Útibleiksstöðum í Miðfirði,
Brynjólfssonar bónda á Sveðjustöðum. En móðir
Þorbjargar var Elín Árnadóttir bónda á Uppsölum
í Miðfirði, Guðmundssonar bónda á Barkarstöðum,
Jónssonar í Brandsbúð á Stapa. Jón í Brandsbúð
var sá sem kleif upp Látrabjarg, þá Oddur iögmað-
ur Sigurðsson liraktist þangað með hásetum sín-
um á skipinu Svan. — Kona Daníels er Þóra
Bergsdóttir, Zakaríasarsonar, Jónssonar bónda á
Kleifum í Gilsfirði, Þorleifssonar. Bróðir Zakarías-
ar samfeðra, hjágetinn, var Halldór prestur í Trölla-
tungu, einn hinn mætasti kennimaður sinnar sam-
tíðar. Móðir Þóru var Kristín, dóttir Ketils og
Oddnýjar, er bjuggu í Einfætingsgili. En móðir
Bergs var Þóra Guðmundsdóttir bónda í Húsavík
vestra, Arnfinnssonar hreppstjóra á Heydalsá
(Arnfinnsætt). Móðir Zakaríasar var Guðrún Ól-
afsdóttir, systir Einars dbrm. í Rauðseyjum. — Dan-
íel Pétursson var upp alinn hjá Helga Jónssyni og
konu hans Jóhönnu, er bjuggu á Tannstöðum við
Hrútafjörð, síðar í Huppahlíð, og þar giftu þau
sig Daníel og Þóra vorið 1895. Þá var liann 22 ára
en hún var sex árum eldri. Tveim árum síðar fóru
þau að búa á Mýrum við Hrútafjörð. Til Vestur-
heims fluttu þau 1902. En 1904 settust þau á land-
ið. Með atorku, hygni og hagsýni blómgaðist fljótt
búið, svo á sínum fyrstu árum hér komu þau sér
upp laglegu heimili og máttu teljast með beztu
búendum bygðarinnar og mikils metin í sínu bygð-