Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 51
49
ríður Jónsdóttir bónda í Sandlækjarkoti, Oddsson-
ar. Móðir Árna í Háholti var Sigríður Guðmunds-
dóttir bónda á Strönd í Landeyjum, Stefánssonar
bónda í Skipagerði. En móðir Guðmundar á Strönd
var Vigdís Árnadóttir, Þorsteinssonar sýslumanns
í Skaftafellsþingi, Magnússonar. Og móðir Árna
Þorsteinssonar var Vigdís, dóttir skáldsins séra
Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði. Ætt séra
Ólafs má rekja í beinan karllegg til laga-Eiðs í Ási.
Kona Steindcrs Árnasonar er Ingibjörg, dóttir
Björns Hermannssonar, er síðar verður getið (S.
E. 17). Þau gengu í borgaralegt hjónaband árið
1893. Þá voru þau 28 ára. Nokkru síðar fluttu þau
af Seyðisfirði til Vesturheims. En þetta land tóku
þau 1906, en bjuggu þar fá ár. Fluttu síðan á land-
námsjörð Björns föður Ingibjargar, en seldu þá
þetta land.
Landnemi N. V. 12.
Arnbjörg Stefánsdóttir Einarsson. — Maður
hennar var Sigurður Einarsson bónda á Sævarenda
í Loðmundarfirði, Eiríkssonar. Móðir hans var Sig-
ríður dóttir Sigurðar beykis á Eskifirði, en hann
var í ætt vð Sigurð skáld Breiðfjörð. Sigurður
Einarsson dvaldi hér vestra frá 1885—1890. En
1894 giftist liann Arnbjörgu. Á Seyðisfirði bygði
hann upp nýbýli er hann nefndi Sigurðarstaði. Þar
bjuggu þau. Börn þeirra eru tvö: Stefán og Sig-
ríður. Faðir Arnbjargar var Stefán bóndi í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði, Gunnarsson, Gunnarssonar
(er kallaður var skíða-Gunnar). Þorsteinssonar
prests á Skinnastað, Jónssonar lögréttumanns á
Einarsstöðum í Reykjadal, Jónssonar. Móðir skíða-
Gunnars var Ingibjörg, mikilhæf kona, dóttir Gunn-
ars stúdents í Ásgeirsbrekku, Þorlákssonar bónda
þar. Systir Gunnars í Ásgeirsbrekku var Halldóra,
móðir séra Gunnars í Laufási Hallgrímssonar. —
Bróðir Stefáns í Stakkahlíð var Gunnar, faðir
Gunnars föður Gunnars skálds. — Arnbjörg var
þá ekkja, er hún flutti til Vesturheims með börn-
in. Á þessu landi bjó hún fá ár. Nú er hún hjá