Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 53
51
Landnemi S. V. 16.
Siguröur Eyjólfsson. — Faðir hans var Eyjólfur
bóndi á Unaósi í Hjaltastaðarþinghá, Magnússonar
bónda á Jökulsá, Jónssonar prests á Eiðum, Brynj-
ólfssonar bónda á Sandhólaferju, Markússonar
bónda á Ægissíðu í Holtum, Þórðarsonar. Móðir
Sigurðar var Steinunn Stefánsdóttir bónda á Hey-
skálum, Guðmundssonar. En móðir Eyjólfs föður
Sigurðar var Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð úr
Reyðarfirði. Móðir Magnúsar á Jökulsá var Ingi-
björg Sigurðardóttir, Eyjólfssonar hins spaka í
Eyvindarmúla (Eyvindarmúlaætt). Móðir séra Jóns
á Eiðum var Sigurveig Einarsdóttir prests í Holta-
þingum, Magnússonar sýslumanns í Rangárþingi,
Þorsteinssonar sýslumanns í Skaftafellsþingi,
Magnússonar.. — Kona Sigurðar Eyjólfssonar var
Rósa Gísladóttir landnema í Hnausabygð, síðar á
Víðir (S. E. 20). Þau giftu sig 26. desember 1883.
Börn þeirra eru: 1. Guðný Sesselja; 2. Unnsteinn
Vilberg (N. E. 8); 3. Eðvarð Tryggvi; 4. Friðný
Sigurrós, gift enskum manni! 5. Steinunn Guð-
finna; 6. Guðrún; — Rósa var ein hin mesta á-
gætiskona, stilt og geðprúð. Hún var ein hin fríö-
asta kona. Hún er nú látin. — Sigurður er nú 82
ára og orðinn sjónlaus. Hann var einn hinn á-
byggilegasti maður, er treysta mátti í orðum sem
athöfnum; ekki blíður á manninn, en þó geðprúð-
ur, jafnlyndur og alúðlegur. Þau Tryggvi og Guðný
börn hans liafa nú tekið við búinu og farnast vel.
Eðallyndi er einkenni þeirra systkina. •
Landnemi S. E. 17.
Björn Hermannsson. — Hann bjó allan sinn bú-
skap á Selstöðum við Séyðisfjörð. Þar bjó faðir
hans, Hermann Halldórsson fyrir hann. Kona
Björns var Rannveig Stefánsdóttir bónda í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði, Gunnarssonar. Þeirra dóttir
er Ingibjörg, kona Steindórs Árnasonar, sem áður
er getið (S. E. 10). Fleiri voru börn þeirra, þar á
meðal Sigríður, fyrri kona Hjálmars Gíslasonar í
Winnipeg. Á Selsstöðum bjuggu þau hjón einu