Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 54
52
mesta rausnarbúi yfir langa tíð. Þar til Björn Þor-
láksson prestur á Dyergasteini sótti mál á hendur
nafna sínum á Selsstöðum, út af uppsátri útlendra
fiskimanna á Selsstaðaland, sem var kirkjujörð
frá Dvergasteini. Var það mál sótt og varið af hinu
mesta kappi og harðfylgi af heggja hálfu, og þektu
menn varla dæmi til þess að nokkur bóndamaður
héldi uppi jafnlangri og harðfengilegri vörn gagn-
vart nokkrum kirkjuþjóni, sem bóndinn á Sels-
stöðum varðist þá prestinum á Dvergasteini. En
svo lauk þeirri viðureign að prestur vann málið,
er hlaut að verða honum leiðinlegur sorgarleikur,
því hinir útlendu fiskarar færðu þá uppsátur stöð
sína frá Selsstöðum og hefir hún engin verið þar
síðan. En Björn var borinn út frá Selsstöðum. Var
hann þá orðinn snauður að fé, en hélt þó virðingu
sinni, því hann þótti verið hafa hinn mikilhæfasti
maður. drenglyndur, hjálpfús og greiðvikinn. — En
þá var hann orðinn ekkjumaður, er hann flutti til
Vesturheims. Þá fór hann til Steindórs og Ingi-
bjargar dóttur sinnar. Nokkru síðar seldu þau heim-
ilisréttarland sitt, en fluttu þá með honum á þetta
land, er hann áður hafði tekið rétt á. En hér hafa
þau búið síðan. Og hjá þeim andaðist hinn merki
bændaöldungur Austfirðinga, er um langt skeið
var þar talinn meðal hinna efnuðustu og nýtustu
búenda.
Þau Steindór og Ingibjörg eignuðust þá landið
eftir hans daga. Þar er góður búskapur og snildar
umgengni hvar sem litið er til á þeirra heimili,
hagkvæm húsaskipun og vandaðar byggingar. —
Fimm böm hafa þau hjón eignast. Björn og Þór
eru synir þeirra, listhæfir bæði og sjónhagir. En
dæturnar eru: 1. Rannveig Ingibjörg; 2. Sigríður
Aðalbjörg; 3. Ingiríður Sigurbjörg. — Ingibjörg er
vel gefin kona, en lætur lítið á sér bera út á við:
bæði er hún prýðis vel verki farin og greinagóð,
svo fáar konur munu taka henni fram. Það er
skemtilegt að heimsækja þau hjón, því Steindór
er einn með fróðustu alþýðumönnum. Hann hefir