Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 55
53
lesið flestar hinar beztu fræðibækur á íslenzku,
og er þar um minnugur.
Landnemi S. V. 17.
Guðjón Th. Stefánsson. — Foreldrar hans voru
Þórarinn Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, sem
getið er í landnematali Árdals og Framnesbygða.
(S. V. 19.) Guðjón er röskleikamaður tH vinnu
og vinsælli dreng er varla unt að finna. Kona
hans er Guðrún, dóttir Þórarins Kristjánssonar og
Guörúnar Einarsdóttur frá Árnanesi. Börn þeirra
eru: 1. Þórarinn Sigursteinn; 2. Jónína Lovísa; 3.
Einar Baldur; 4. Guðrún Anna.
Landnemi N. V. 17.
Gunnlaugur H. Hólm. — Hann er sonur Haralds
Sigurðarsonar og Helgu Gunnlaugsdóttur, sem get-
ið verðr síðar. (N. E. 31.) Kona hans er Svan-
fríður, Jakobsdóttir, Sigurgeirssonar prests til
Grundar og Möðruvaíla, Jakobssonar umboðsmanns
á Breiðumýri í Reykjadal, Péturssonar. Móðir
Svanfríðar var Guðbjörg Jónsdóttir bónda í Fjósa-
tungu í Fnjóskadal, Sveinssonar bónda í Hólakoti.
En móðir Guðbjargar var Kristbjörg Jón'sdóttir
bónda í Nesi í Fnjóskadal. Hennar móðir var Sigríð-
ur Pálsdóttir, ættuð af Suðurlandi.
Móðir Jakobs föður Svanfríðar var Ingibjörg
Jónsdóttir bónda á Naustum í Eyjafirði, Árnasonar
bónda á Búrfelii í Svarfaðardal. En móðir hennar
var Þórunn Jónsdóttir bónda í Botni. Þau Gunn-
laugur og Svanfríður giftu sig 1909. Ári síðar
settust þau á þetta land. Þar heitir Grund. Böm
þeirra eru: 1. Ida, vinnur í Winnipeg; 2. Fanney,
gift Percy Helgasyni í Winnipeg; 3. Svafa: 4. Garð-
ar; þau eru bæði ung heima. “Sú grund er fræg
sem Gunnlaug ól”, má segja um heimili þeirra
myndarlegu hjóna á Grund. Þar er eitt hið bezta
íbáðarhús í sveit rúmgott og þar með vandað að
gerð. Gunnlaugur er útsjónargóður, greindur vel
og dável hagorður, vel máli farinn og manna snjall-
astur á ræðupalli, tekst þá vel að krydda mál sitt
með kjarnyrtu spaugi og findni. Það er ánægjulegt