Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 57
55
frá Víðirhóli er heitir Guðlaugur _og nú er uppkom-
inn. Guðmundur er skýr maður og greinagóður.
Landnemi S. V. 18.
Ingimar Tr. Ingjaldsson. — Faðir hans er hinn
vel þekti dugnaðar og framkvæmdarmaður Tryggvi
Ingjaldsson. En móðir hans er Hólmfríður dóttir
Andrésar og Sesselju er bjuggu í Fagranesi í
Reykjadal. Bróðir Sesselju var Kristján móður-
faðir Jónasar frá Hriflu, hins mikla stjórnmála-
skörungs. Ingimar vann réttinn á þessu landi til
heimilis lijá foreldrum sínum í Framnesbygð. Hann
var — sem kunnugt er — þingmaður fyrir Gimli-
kjördæmi síðasta kjörtímabil. Áður hafði hann ýms
störf á hendi, sem getið mun verða í sögu Bifröstar-
sveitar. Kona Ingimars er Violet, Kristjánssdóttir
útgerðarmanns í Selkirk, Péturssonar frá Árna-
stöðum í Loömundarfirði, Pálssonar. Gáfuð kona
og vel mentuð. Synir þeirra eru: Trygvi og Kristján
tvíburar, þriðji Gordon; 4. Þórberm en dætur eru
Valdin og Andrea.
Landnemi N. V. 18.
Björn Ingvar Sigvaldason. — Faðir hans var Sig-
valdi landnemi í Víðirnesbygð, Jóhannesson bónda
í Gröf á Vatnsnesi, Einarssonar úr Skagafirði.
Móðir Björns er Ingibjörg Magnúsdóttir bónda á
Bálkastöðum við Hrútafjörð, ísleifssonar bónda á
Stóru-Hvalsá, Jónssonar, er var ættaður úr Reyk-
hólasveit. Móðir Ingibjargar var Oddbjörg, Odds-
dóttir bónda á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, Daníels-
sonar bónda s. st. Móður Oddbjargar var Ingibjörg
Jóhannesdóttir bónda á Urriðaá í Miðfirði. Móðir
Sigvalda föður Björns Ingvars var Guðrún Ólafs-
dóttir bónda á Ánastöðum á Vatnsnesi. En móðir
hennar var Guðrún, Bjarnadóttir bónda á Uppsöl-
um í Blönduhlíð, Jónssonar bónda á Litlabakka í
Miðfirði, Bjarnasonar. En móðir Guðrúnar Bjama-
dóttur var Jófríður Hallgrímsdóttir bónda á Aðal-
bóli í Miðfirði, Péturssonar bónda á Torfastöðum í