Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 62
60
Landnemi S. V. 19.
Kristján GuSmundsson. — Hann var faðir Guð-
mundar, sem áður er getið. (S. E. 18.) Hann er
fyrir mörgum árum dáinn háaldraður. Guðmundur
býr á sínurn erfðahluta landsins, sem er syðri helm-
ingur þess. Hefur hann þar margt sauðfjár, vinnur
þar einn að búi og famast vel.
Landnemi N. V. 19.
Ásmundur Björnsson Austmann. — Faðir lians
var Björn Geirmundsson landnemi í Geysibygð. (N.
V. 27.) Kona hans er Helga Sigurðardóttir land-
nema á Ekru í Hnausabygð, en systir Jóns á Víðir.
Synir þeirra eru: 1. Halldór; 2. Björgvin; 3. Jó-
hannes; 4. Sigurjón: 5. Páll; en dóttir er Jóna. Fjöl-
slcyldan er flutt til Winnipeg. Þar er Helga búsett.
Hún tók til fósturs Bergþóru bróðurdóttur sína,
elzu dóttur Jóns á Víðir og Sigrúnar, seinni konu
hans. Og hjá henni er hún enn. Ásmundur er
annað veifið úti í Mikley að fiskiveiðum: er nú
orðinn nokkuð aldraður, en kvíðir engu þótt kalt
blási.
Landnemi N. E. 19.
Steingrímur Sigurðsson. — Faðir hans var Sig-
urður bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal síðar á Kistu
í Vesturhópi, Sigurðsson bónda á Hrappsstöðum í
Víðidal. Móðir Steingríms var Sigríður Ólafsdóttir
bónda á Gilsstöðum. Móðir hennar var Stein-
unn, Pálsdóttir prests á Undirfelli. En móðir Stein-
unnar var Guðrún Bjarnadóttir prests á Mælifelli,
Jónssonar. Kona Steingríms er Elísabet Jónsdóttir
bónda á Litlu-Giljá í Húnaþingi, Jónssonar prests í
Otrardal, Jónssonar hreppstjóra á Kornsá í Vatns-
dal, Jónssonar bónda í Hvammi Pálssonar bónda s.
st. Móðir Elísabetar var Oddný Jónsdóttir bónda á
Beinakeldu á Ásum, Jóhannessonar prests í Grímsey,
Jónssonar bónda á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal.
Móðir Jóns á Litlu-Giljá var Sigríður ólafsdóttir.
En móðir séra Jóns í Otrardal var Sigríður Bjarna-
dóttir prests á Mælifelli, Jónssonar. — Þau Stein-
grímur og Elísabet fluttu til Vesturheims árið 1900.