Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 66
64
atorkumaður, einbeittur og fylginn sér. Kona hans
er Jónína, dóttir Steingríms Sigurðssonar, hin
mesta ágætiskona, myndarleg og vel að sér ger.
Þau giftu sig 17. júní 1924. Börn þeirra eru Lovísa
Frances og Arnþór Kristjón.
Landnemi S. E. 30.
Magnús Jónasson. — Faðir hans var Jónas bóndi
í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal Magnússon, og Hild-
ar, er voru ættuð úr Eyjafirði, sú ætt er ókunn.
GuÖbjörg Marteinsdóttir. Magnús Jónasson.
Móðir Magnúsar Jónassonar var Ragnheiður Þor-
varðardóttir bónda á Höskuldsstöðum í Breiðdal,
Gíslasonar bónda í Njarðvík, Halldórssonar prests
á Desjarmýri, Gíslasonar prests s. st., Gíslasonar
lögsagnara, Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum,
Jónssonar prests á Hofi í Álftafirði, Einarssonar
sálmaskálds prófasts í Heydölum, Sigurðssonar.
Áður hefir ætt Gísla lögsagnara verið talin í bein-
an karllegg til séra Ólafs sálmaskálds í Sauða-
nesi, og er þannig talin í Sýslumannaæfum IV,