Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 71
69
sig í sínum áhugamálum. Hann er maður kapps-
fullur og framsækinn í velferðarmálum héraðsins
og er góður stuðningsmaður þeirra. Hann er vel
máli farinn, þó sérstaklega vandur að vali á um-
talsefni, er hann ber skipulega fram á góðu ís-
lenzku máli, — og er þaulvanur að tala á ensku
máli og lætur það vel. Hann er manna vinsælastur,
sáttfús og raungóður. — Jón er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Kristín Jónsdóttir bónda á Brettings-
stöðum í Laxárdal í Þingeyjarþingi, Erlendssonar
bónda á Rauðá, Sturlusonar ins stóra. Þau giftu
sig 16. október 1893. Börn þeirra eru: Valdimar
(N. V. 312), og Sigurbjörg, kona Davíðs S. Guð-
mundssonar í Árborg. Kristín lézt 1909. Síðari kona
Jóns er Sigrún Sumarrós Sigvaldadóttir, bónda á
Neðri-Rauðalæk á Þelamörk, Baldvinssonar bónda
á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð, Þorkelssonar úr
Skagafirði. Móðir hennar var Guðrún Hallgríms-
dóttir og Steinunnar. — Þau Jón og Sigrún giftu
sig 1921. Börn þeirra eru: 1. Bergþóra; 2. Baldvin;
3. Guðfinna Oddný; 4. Guðrúm 5. Jón; 6. Torfi;
7. Sigurður; 8. Björn; 9. Helga; 10. Albert Franklin.
Landnemi N. E. 30.
Ármann Magnússon. — Faðir hans var Magnús,
er um eitt skeið var póstur milli Akureyrar og
Reykjavíkur, Hallgrímsson bónda á Brekku í
Kaupangssveit, Sigurðssonar bónda á Arnarstöð-
um í Eyjafirði. Móðir Ármanns var Sesselja Daní-
elsdóttir. — Ármann er röskleika maður og legg-
ur á margt gerva hönd. — Kona hans er Ásgerður
dóttir Jóhannesar á Jaðri, bróður Einars læknis á
Gimli. Þau giftu sig 1912. Börn þeirra eru: 1. Jó-
hannes; 2. Helga! 3. Ólafur Jónas; 4. Magnús; 5.
Kristján Þorbjörn; 6. Elín Sesselja; 7. Hallfríður
Fjóla; 8. Emily; 9. Ásgeir Ármann. — Dóttir Ár-
manns er Karitas, sem nú er gift kona í Norður-
Dakota. Hann átti hana áður en liann giftist með
ráðskonu sinni Stefaníu Stefánsdóttur, landnema
í Geysisbygð, Guðnasonar, Erlendssonar á Rauðá,
Sturlusonar ens stóra.