Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 73
71
neshreppi. Kona Haralds var Helga Gunnlaugs-
dóttir bónda í Elivogum í Sæmundarhlíð, Guð-
mundssonar bónda í Vatnshlíð á Vatnsskarði. En
móðir hennar var Sigurlaug Eyjólfsdóttir bónda á
Gili í Svartárdal, Jónassonar bónda þar. Þau Har-
aldur og Helga giftu sig 1882. Börn þeirra eru:
1. Ingibjörg, gift Ragnari Smith; 2. Gunnlaugur;
3. Egill; (þeirra bræðra er áður getið); 4. Lúðvík;
5. Vilfríður, kona Unnsteins Vilbergs (N. E. 8). —
Á þessu landi bjuggu þau hjón þar til þau höfðu
unnið á því réttinn. Lúðvík sonur þeirra var þar
lijá þeim og inti af hendi landtökuskyldurnar, að-
stoðaði þau við sölu á landinu og innheimtu á
verðinu. Hann vinnur nú við Gripasamlagið, er
'ötull, trúverður og áhugasamur við það starf. —
Síðustu árin var Helga hjá Agli syni sínum, undir
aðhjúkrun Sigurmundu tengdadóttur sinnar, þar
til hún lézt eftir margra ára þjáningar 9. jan. 1923.
Helga var fríðleikskona, gáfuð og ung í anda til
hins síðasta. En Haraldur dvelur nú hjá Vilfríði
dóttur sinni. Hann hefir verið sjónlaus undanfarin
ár, en vinnur svo vel að prjónlesi sem konur bezt
gera, enda var hann verklaginn og vandvirkur. —
Haraldur er nú hálf-áttræður og kemur enn með
laglegar stökur, sem enginn er að ellikeimur.
Landnemi S. V. 32.
Kristinn Doll. — Hann er bróðir Eyvindar Doll
(S. V. 2).
Ragnar Emil Guðmunc'sson keypti landið. Þar
býr hann. Foreldrar hans, Jakob Guðmundsson og
Guðbjörg Guðbrandsdóttir, tóku landnám í Ár-
dalsbygð (Lot 21), sem þar er getið í landnema-
tali. Ragnar er ókvæntur og barnlaus, vinsæll
maður og vel gefinn. Hann býr með móður sinni,
en faðir hans er dáinn fyrir fáum árum. Systur-
synir Jakobs eru þeir nafnkunnu Eggerz-bræður,
Guðmundur sýslumaður og Sigrðr fyrv. ráðherra.
Fylgiþáttur við N. V. 20.
Guörún Guðmundsdóttir Magnússon keypti nokk-