Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 75
73
og þéttur í lund, einarður og hreinskilinn. Greind-
armaður er hann og fróðari en alment gerist urn
alþýðumenn: veitir því ígrundun, er hann fer með,
og stálminnugur. — Kona Guðmundar er Jóhanna,
dóttir Einars Stefánssonar frá Árnanesi, greind
kona og skörungur mikill, hispurslaus og kemur
til dyranna eins og hún er klædd. Þau giftu sig
24. marz 1903. Þrjá sonu eiga þau: Jóhann, giftur
Emilíu dóttur Baldvins Jónssonar í Árdalsbygð;
Bergur og Einar, eru heima hjá þeim. Dóttur mistu
þau unga. Til Vesturheims fluttu þau 1904.
Landnemi S. V. 1.
Bergur J. Hornfjörð. — Faðir hans var Jón bóndi
í Hafnarnesi í Hornafirði, Einarsson bónda í Meðal-
felli, Jónssonar bónda á Horni, Jónssonar bónda í
Árnanesi, Sigurðssonar lögréttumanns á Meðal-
felli. Móðir Bergs var Guðrún ófeigsdóttir, Jóns-
sonar. Hennar rnóðir var Rannveig Bergsdóttir
présts á Stafafelli, Magnússonar prests í Bjamar-
nesi, Ólafssonar sýslumanns í Haga á Barðaströnd.
— Bergur hefir hlotið allgóða undirstöðu til ment-
unar, því ungur gekk hann á gagnfræðaskólann
á Möðruvöllum; enda mun hann hafa ýmislegt í
fórum sínum, er bendir til þess. Kvæði hafa og
sést eftir hann í blöðunum; en litla rækt hefir hann
lagt við þá grein. — Kona hans er Pálína Vilborg,
dóttir Einars Stefánssonar frá Árnanesi, búkona
mikil og bráðdugleg. Þau giftu 26. niaí 1899. En
fluttu til Vesturheims 1902. Sonu eiga þau tvo:
Sigurjón, sem er heima hjá þeim, einn hinn prúð-
mannlegasti piltur í framkomu; hinn er Gautrek-
ur; hann vinnur í Árborg að bílaviðgerðum. Fóstur-
hörn þeirra hjóna eru: Páll Björgvin, systurson
Bergs, og Gíslína Guðrún, dóttir Magnúsar Gísla-
sonar og Ástríðar sytur Pálínu. Hún er nú gift.
Landnemi N. V. 1.
Sigurður Pálsson. — Faðir hans var Páll bóndi á
Ytri-Sólheimum í Mýrdal, Þórarinsson bónda í
Þykkvabæ á Meðallandi. En móðir hans var Stef-