Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 76
7*
anía Sigurðardóttir bónda í Slindurholti í Horna-
fir.ði. — Sigurður ólst upp hjá foreldrum Bergs
Hornfjörðs, og hjá honum er hann til heimilis. —
Landið starfrækir hann af dugnaði og vandvirkni.
Landnemi N. E, 1.
Gísli Markússon Blöndal. — Faðir hans var
Markús prestur á Blöndudalshólum, síðar á Stafa-
felli í Lóni, Gíslason bónda á Steinum í Stafholts-
tungum, Magnússonar bónda í Langholti í Anda-
kíl. Móðir Gísla Markússonar var Metta Einars-
dóttir prófasts í Stafholti, Sæmundssonar prests á
Titskálum, Einarssonar. Kona Gísla er Lára Vigfús-
dóttir, ættuð úr Skaftafellssýslu. Þau hjón eru nú
búsett í Winnipeg og eiga tvö börn uppkomin.
Björn Ingvar Sigvaldason keypti landið, er þau
fluttu af því 1919.
Landnemi S. E. 2.
Marteinn Jónsson. — Um ætt hans er ókunnugt
að tilfæra liér. Hann bjó á landinu með ráðskonu.
Nú er hann dáinn fyrir nokkrum árum.
Landnemi N. V. 2.
Björn Árnason. — Faðir hans var Árni bóndi í
Álftagerði í Skagafirði, Jónsson ens sterka í Kálf-
árdal. — Kona hans er Björg, dóttir Jóns Runólfs-
sonar og Sigurlaugar, er lengi bjuggu góðu búi á
Geirastöðum við Húnavatn. Tvær voru dætur
þeirra Björns og Bjargar, og einn sonur, Guðmund-
ur. Björn er dáinn, en Björg mun vera lijá annari
hvorri dóttur sinni, sem báðar eru giftar. Björg var
mjög vinsæl kona og þótti mikið til hennar koma;
var hennar því saknað er hún flutti úr bygðinni.
Landnemi N. E. 2.
Guðjón Einarsson. — Hann er sonur Einars Ste-
fánssonar frá Árnanesi. Hann keypti þann part af
landnámi föður síns er liggur vestan megin fljóts-
ins, þangað flutti hann sig, en starfrækir sína land-
námsjörð. Kona Guðjóns er Elín Andrésdóttir frá
Valabjörgum í Skagafirði, Björnssonar, Ölafssonar
í Valadal. Björn er son þeirra; annað barn áttu
þau, er dó ungt.