Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 77
Landnemi S. E. 12.
Eiríkur Stefánsson. — Faðir hans var Stefán
hreppstjóri og alþingismaður í Árnanesi. Bræöur
Eirílis voru þeir séra Björn í Sandfelli og Einar
bóndi í Árnanesi, sem hér hefir getið áður, og með
honum kom Eiríkur vestur 1904. Síðan hefir hann
lengst af dvalið hjá Bergi Hornfjörð og Pálínu bróð-
urdóttur sinni. Hann er sérlega glaðlyndur maður
og skemtilegur á heimili, enda er honum látið líða
vel. Nú er hann kominn yfir áttrætt, og ennþá hef-
ir elli ekki tekist að lama hans lífsglaða lundarfar.
Hann liefir verið ókvæntur og barnlaus.
Landnemi N. E. 12.
Guðjón J. Björnsson. — Hann er sonur Jóns
Björnssonar er nam land í Framnesbygð (S. V. 20).
Hann kom í þessa bygð sunnan frá Norður Dakota.
Hann var þá ekkjumaður, átti konu af frönskum
ættum. Dætur þeirra eru: Margrét Louise og Pálína
Jósefína. — Síðari kona Guðjóns er Snjólaug dóttir
Tryggva Ingjaldssonar. Þau giftu sig 30. desember
1917. Börn þeirra eru: 1. Jón Tryggvi; 2. Ingi Hólm-
fred; 3. María; 4. Egill; 5. Sesselja. Stúlku mistu
þau fjögra ára. Guðjón hafði ilt hússtæði á þessu
landi, og því keypti hann hálfa landnámsjörð Krist-
laugs Andersons, nyrðri partinn (sjá I, S. V. 5). Þar
býr hann og hefir búið vel um sig á nýbýli sínu.
Guðjón er laginn og hagsýnn verkmaður, sístarf-
andi, svo aldrei sleppur honum verk úr hendi; er og
snildar umgengni, hvar sem litið er til á hans
heimili.
Landnemi S. E. 13.
Valdimar J. Sigurðsson. — Hann tók sér annan
landtökurétt, er honum gafst fyrir liluttöku sína í
stríðinu mikla. Hans er áður getið (I, N. V. 31).
Landnenji N. V. 13.
Helga Arnbjörnsdóttir Johnson. — Hún var gift
Jóni bónda á Hjaltastöðum í Skagafirði, síðar á
Reynistað. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson
og Engilráð Stefánsdóttir, er bjuggu allan sinn bú-
skap á Hnjúki í Vatnsdal. Systir Engilráðar var