Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 83
81
dyranna eins og hún er klædd, látlaus og blátt á-
fram. Börn þeirra hjóna eru: 1. Sólveig; 2. Hann-
es; 3. Haraldur; 4. Guðrún: 5. Sigurrós. Tvo drengi
mistu þau, Viktor og Harald.
Landnemi N. E. 14.
Sigurður Sigvaldason. — Hann er bróðir þeirra
Björns Ingvars og Jakobs, sem áður hefir verið
getið. Hann býr á landi því er hann keypti (I, S.
V. 29). Á þessu landi hefir hann ágætan heyskap
og haga fyrir gripi. Hann er einn bezti búhöldur
bygðarinnar.
Landnemi S. V. 23.
Jóhannes L. Sölvason. — Foreldrar hans voru
Lárus Sölvason og Lilja Einarsdóttir (I, N. V. 20).
Hann var þá búinn að fá eignarrétt á landinu, er
liann lézt í blóma aldurs síns 12. ágúst 1913, vel
kyntur maður og vinsæll. Kona hans er Hallfríður
Jónsdóttir, Loftssonar, úr Árnessýslu. En móðir
hennar var Kristbjörg Jóelsdóttir bónda á Skarðs-
hömrum í Norðurárdal í Mýrasýslu. Hún er nú
búsett í Árborg. Börn þeirra eru tvö, Pálína Guð-
rún og Jóhannes Sigurður.
Landnemi S. E. 24.
Þórarinn Kristjánsson. — Hann er sonur Krist-
jáns landnema Guðmundssonar (I, S. V. 19). Kona
Þórarins var Guðrún, dóttir Einars Stefánssonar
frá Árnanesi, mikilhæf kona. Dætur þeirra eru
tvær, Ólafía Vilhelmína og Guðrún (I, S. V. 17),
en sonur þeirra er Einar. Guðrún er látin fyi'ir
mörgum árum dó á bezta aldursskeiði frá börnun-
urn ungum. Eftir það bjó Þórarinn með ráðskon-
um, þar til að dætur hans komust upp. Árið 1919
brá hann búi, en seldi landið í hermanna hendur
og flutti vestur til Saskatchewan með Einar son
sinn. Þar keypti hann kornyrkjuland, er þeir feðg-
ar starfrækja. — Þórarinn var trúverðugur maður
í sínum verkahring, jafnt í viðskiftum sem í verki,
ætlaði því jafnan öðrum liið sama. Og “jörðin var
í eyði og tóm”, eftir burtför Þórarins af sínu land-
námi.