Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 85
S3
ar var Ragnhildur Sveinsdóttir, systir Kristófers í
Enni. Voru þau foreldrar Þorleifs systkinahörn.
Móðir Sveins í Enni var Ingibjörg Oddsdóttir stú-
dents, Magnússonar sýslumanns í Geitaskarði,
Gíslasonar biskups á Hólum, Magnússonar. En
hennar móðir var Þóra dóttir Nikulásar Buck. —
Kona Þorleifs er Guðrún Eggertsdóttir bónda í
Vatnahverfi í Refasveit, Eggertssonar bónda á Þór-
eyjarnúpi í Vesturhópi, Jónssonar bónda s. st.,
Jónssonar stúdents, einnig þar, Símonarsonar
bónda á Reykjum í Hjaltadal. Móðir Guðrúnar
Eggertsdóttur var Halldóra Runólfsdóttir bónda á
Skógtjörn á Álftanesi suður, Eyjólfssonar. Móðir
Halldóru var Guðbjörg Elíasardóttir Ólafssonar,
ættuð úr Borgarfirði. Bróðir Halldóru var Guð-
mundur, faðir Steingríms snikkara í Reykjavík.
En móðir Eggerts í Vatnahverfi var Guðrún Þor-
steinsdóttir bónda á Grund í Vesturhópi, Jónsson-
ar bónda á Sveinsstöðum í Húnaþingi, Magnússon-
ar bónda s. st., Þorgrímssonar bónda á Ægissíðu
á Vatnsnesi, Þorleifssonar ríka á Skaga. — Þau
Þorleifur og Guðrún giftu sig árið 1892, þá var
hann 24 ára, en hún fimm árum eldri. Þau fóru
þá að búa á Miðgili í Langadal, en fluttu til Vest-
urheims 1903, en settust á þetta land nokkrum
árum síðar. Þrjú börn mistu þau ung, en dætur
eru þrjár á lífi: Ingibjörg, kona Guðbjarnar Jóns-
sonar Björnssonar í Framnesbygð (S. E. 19);
Eggertína, kona Sigurðar Sigvaldasonar (I, S. V.
29), og Helga, sem er hjá móður sinni. Hjá þeim
ólst og upp Jóhannes Lyngdal, er Sigrún Sumar-
rós átti áður en hún giftist. — Þorleifur var af-
kastamaður mikill að verki, greindur vel og skrif-
aði listfagra rithönd, svo aðdáun vakti. Hann
lézt 11. ágúst 1921, 52 ára. Eftir það flutti Guð-
rún til Eggertínu dóttur sinnar. Hún var ein liin
mesta búkona og ágætis húsfreyja.
Landnemi N. E. 24.
Jóhannes Lyngdal Sigvaldason. — Hann er hálf-
bróðir Björns Ingvars og þeirra systkina, en þeirra