Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 86
84
elztur og óskilgetinn sonur Sigvalda og Guðrúnar
Þorsteinsdóttur bónda á Vatnshorni undir Múla-
fjalli á Vatnsnesi. Bróðir hennar er Jón hóteleig-
andi á Gimli, áður reiðhjclasali í Winnipeg, mörg-
um að góðu kunnur. Kona Jóhannesar var Þor-
björg Davíðsdóttir frá Kötlustöðum í Vatnsdal, en
systir Lilju konu Jóhannesar Bergmanns í Geysi-
bygð. Þau giftu sig 1919. Þau voru barnlaus. En
sonur Jóhannesar er hann átti áður en hann gift-
ist, er Jóhann. Móðir hans er Sigrún Sumarrós,
er var ráðskona Jóhannesar, en síðar giftist Jóni
Sigurðssyni. Jóhann var í fóstri hjá Guðbjörgu
Guðbrandsdóttur, móður Ragnars Emils (I, S. V.
32), þar til Þorbjörg giftist Jóhannesi! tók hún
þá dreginn og gekk honum í móðurstað. Þorbjörg
var ein þessi kyrláta og góða húsfreyja, er minst
lét á sér bera út á við, en rækti þeim mun betur
sínar heimilisskyldur. Hún lézt 17. febrúar 1931.
Jóhannes er hagleiksmaður og snyrtimenni. Á
lieimili hans er hin prýðilegasta umgengni.
Landnemi S. E. 25.
Magnús Friðriksson. — Foreldrar hans voru
Friðrik Magnússon og Sigríður Ebenezardóttir, er
bjuggu á Húsabakka í Aðalreykjadal. Bræður voru
þeir Friðrik og Jónas í Höskuldsstaðaseli, faðir
Magnúsar Jónassonar. (I, S. E. 30). Kona Magn-
úsar Friðrikssonar er Helga dóttir Jörgens Kröy-
ers, Jóhannssonar Kröyers, Jóhannssonar Caspers
Kröyers hreppstjóra í Höfn í Siglufirði, er var .
danskur að ætt og uppalinn í K.höfn, en kom ung-
ur til íslands og kvæntist íslenzkri konu, þótti
mjög merkur maður er sjá má af sögu Siglufjarð-
ar. Móðir Helgu var Elín Kristjánsdóttir bónda á
Nýpá í Kinn. Þau Magnús og Helga giftu sig
haustið 1882. Næsta vor fluttu þau til Vestur-
heims, ásamt foreldrum og systkinum Helgu og
settust að í Selkirk. Árið 1909 fluttu þau hjón á
þetta land. Þau áttu tvo sonu, Óla Jörgen og
Jónas, báðir landnemar, en dóttir þeirra er Elín,
giftist enskum manni er féll í stríðinu mikla. Þau