Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 88
86
þar sem þau tóku land. Kona hans er Steinunn,
dóttir Gísla og Dýrunnar á Víðirhóli í Framnesbygð,
sem þar er getið í landnematali (Lot 1.) Börn
þeirra eru: 1. Kristjana Jakoþína; 2. Aðalsteinn; 3.
Helga; 4. Björn. Kristján Jakob ólst upp hjá Eiríki
Sigurðssyni frá Heiðarseli í Hróarstungu, er land
nam í Mikley. Kristján er dugnaðar og atorkumað-
ur og drengur góður.
Landnemi N. E. 25.
Jónas M. FriSriksson. — Hann var sonur þeirra
Magnúsar Friðrikssonar og Helgu Jörgensdóttur.
Hann gekk sjálfboði í stríðið mikla og féll á orustu-
völlum Frakklands. Var mikill harmur kveðinn að
fráfalli hans meðal allra er kynni höfðu af honum
haft, ekki sízt aldurhnignum foreldrum hans og
systkinum. Jónas var hinn mesti manndómsmaður,
fjölhæfur og listfengur. Hann var hið mesta ljúf-
menni.
Landnemi N. E. 26.
Bergur Jónsson. — Hann var Skaftfellingur að
ætt. Þorbjörg hét kona hans, þaðan ættuð. Þau
voru barnlaus. Þau tóku land í ísafoldarbygð, en
fluttu þaðan í flóðinu 1901 og settust þá að í Fljóts-
hlíð. Þar lézt Þorbjörg 1903. Eftir það gaf Berg-
ur heimilisrétt sinn þar til baka. En Einar Stefáns-
son frá Árnanesi tók það land. Þetta land tók
Bergur löngu síðar. Hann er nú dáinn fyrir nokkr-
um árum. En Kristján Jakob Jónasson keypti þá
landið.
Landnemi N. E. 34.
Jóhannes Einarsson. — Faðir hans var Einar
Jóhannesson bónda í Fjallseli, Jónssonar bónda á
Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Móðir Jóhannesar í Fjall-
seli var Aðalbjörg Árnadóttir Sigurðssonar. Móðir
hennar var Ragnheiður Einarsdóttir prests á
Skinnastað, Jónssonar prests s. st., Einarssonar
prests er kallaður var kaldrameistari. Móðir Ragn-
heiðar var Guðrún Björnsdóttir sýslumanns á
Bustarfelli, Péturssonar. Jóhannes bjó einn á landi
sínu fyrir nokkur ár. Hann er ókvæntur og barn-