Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 89
87
laus. Góður drengur er hann og kemur prúðmann-
lega fram. Nú er hann til heimilis hjá Gunnari
bróður sínum. Þeir eru albræður.
Landnemi S. E. 35.
Snorri S. Pétursson. — Hann er fóstursonur Sig-
fúsar Péturssonar. En foreldrar hans voru Sigvaldi
Sigurðsson og Þuríður Kristjánsdóttir. Kona hans
er Karólína Margrét. Börn þeirra eru: 1. Hildur
Sofía; 2. Bergrós Þóra: 3. Kristín Rannveig; 4. Sig-
fús Franklin.
Landnemi S. V. 35.
Emil Wilson. — Hann er bróðir Jóhannesar Al-
berts. Kona hans er af enskum ættum. Þau eru
búsett í Winnipeg.
Franklin Wilson, sonur Jóhannesar Alberts keypti
landið af frænda sínum og starfrækir það af áhuga
og dugnaði.
Landnemi N. V. 35.
Jóhannes Albert Wilson. — Faðir hans var Sig-
urður Erlendsson, ættaður úr Húnavatnssýslu aust-
anverðri. En móðir hans er Metonia Indriðadóttir
bónda á Ytri-Ey á Skagaströnd. Foreldrar hans
fluttu til Vesturheims 1886 og settust þá að í Win-
nipeg. Þá var Albert 3. ára. Sigurður vann að
vatnsleiðslu verkinu í bænum yfir 20 ár. Hann er
nú dáinn fyrir fáum árum. Hann tók sér ættar-
nafnið Wilson. Bróðir hans var Björn Erlendsson,
sem hér var áður getið. (I, S. E. 19.) Kona Jó-
hannesar Alberts er Jóhanna Guðmundsdóttir bónda
á Litla-Vatnsskarði, Friðrikssonar. En móðir henn-
ar var Margrét Guðmundsdóttir bónda á Mörk í
Laxárdal í Húnavatnssýslu, Jónssonar bónda í Gafli
í Víðidal. Móðir hennar var Steinunn Erlendsdótt-
ir. Bróðir Margrétar móður Jóhönnu er Erlendur
Guðmundsson, orðlagður skýrleiks og fróðleiksmað-
ur, býr norðanvert við Gimli. Jóhanna kom vestur
árið 1900, þá 19 ára. Þau Albert og Jóhanna giftu
sig 22. júlí 1904. Börn þeirra eru: 1. Franklin, áður
getið; 2. Metonia Thelrna; 3. Richard; 4. Margrét;
5. Karl Albert: 6. Emil Jón; 7. Jóhanna Norma.