Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 90
88
Tvær dætur þeirra dóu ungar: Sigurbjörg og Svan-
Íivít Norma. Þau hjón keyptu landnámsjörð Valdi-
mars J. Sigurðssonar (I, N. V. 31.) Þar búa þau
góðu búi og farnast vel.
Landnemi N. E. 35.
Björn Bjarnason. — Faðir hans var Bjarni bóndi
á Hrappsstöðum í Víðidal, Helgason bónda í Gröf,
Vigfússonar. En móðir hans var Helga Jónasdótt-
ir, Jónssonar prests á Bægisá, Þorlákssonar. Bróðir
Bjarna á Hrappsstöðum var Sigurður, móðurfaðir
prófessors Sigurðar Nordals. Kona Björns er Sofía
Jónasdóttir Jónssonar. En móðir hennar var Vig-
dís Jónasdóttir Jónssonar þjóðskálds og prests á
Bægisá. Þau hjón eru systrabörn. Móðir Jónasar
föður Sofíu var Helga Gísladóttir bónda á Hofi í
Hörgárdal, Halldórssonar bónda á Hrísum í Svarf-
aðardal, Erlendssonar. Móðir Helgu Gísladóttur
var Bergþóra Árnadóttir hreppstjóra á Laugalandi,
Jónssonar. En móðir Gísla á Hofi var Þórey,
Björnsdóttir prests í Stærri-Árskógi, Jónssonar
Grímseyjarformanns, Jónssonar.
Þau Björn og Sofía giftu sig 5 Ágúst 1897 þá var
Björn 27 ára, en Sofía mun vera á líkum aldri. Til
Vesturheims voru þau komin þá fyrir 5 árum. Dótt-
ir þeirra er Rannveig Aðalheiður, eina barn þeirra.
En dóttir Sofíu er hún átti áður en hún giftist er
Karólína Margrét, kona Snorra Péturssonar. Eftir
aö Björn kom vestur stundaði hann smíðavinnu.
þar til þau hjón settust á þetta land 1910. Vel
greind eru þau hjón, sem þau eiga kyn til, en lítið
láta bau á sér bera útá við og eru trú sínum verka-
hring.
Landnemi S. E. 36.
Sigfús Pétursson. — Faðir hans var Pétur bóndi
á Meðalnesi í Fellum, Einarsson hreppstjóra á Set-
bergi, Kristjánssonar bónda á Krossi. Móðir Sig-
fúsar var Guðrún, Jónsdóttir bónda á Galtastöðum
út, Jónssonar. Móðir Guörúnar var Ólöf, Péturs-
dóttir bónda á Giljum á Jökuldal, Guðmunds prests
á Hofteigi, Ingimundarsonar bónda á Fremstafelli í