Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 91
89
Kinn, Björnssonar, Kolbeinssonar. En móðir Ólafar
var Gyðríður seinni kona Péturs á Giljum. Móðir
Péturs föður Sigfúsar var Margrét, Pétursdóttir
bónda í Bót í Hróarstungu, Péturssonar bónda á
Skjöldólfsstöðum, Jónssonar stúdents og ættfræð-
ings þar, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal. —
Móðurætt Margrétar er talin til Bustarfellsmanna.
— Kona Sigfúsar var Þóra Sveinsdóttir bönda á
Guðmundarstöðum í Vopnafirði. Ættskyld voru
þau hjón. En við ætt Þóru hafa enn ekki fengist
upplýsingar um afstöðu þess skyldleika. Þau námu
áður land í Fljótsbygð. Þar er þeirra og getiö í
landnematali og barna þeirra. Á þessu landi tóku
þau annan rétt. Þau þóttu hafa verið mjög merk
hjón. Þau eru bæði dáin fyrir allmörgum árum.
Landnemi S. V. 36.
Sigfús Franklin S. Pétursson. — Hann er einka-
sonur þeirra Sigfúsar og Þóru, sem hér var getið að
framan. Þeir feðgar tóku hér lönd sín 1905. Kona
Franklins er Aldís, Magnúsdóttir bónda í Sviðholti
á Álftanesi, Þorgilssonar bónda á Minni-Borg í
Grímnesi, Erlendssonar bónda á Miðengi, Þorgils-
sonar bónda í Syðra-Langholti, Ólafssonar bónda
s. st., Gíslasonar. Móðir Aldísar er Ragnheiður
Jónsdóttir bónda í Norðurkoti í Grímsnesi, Einars-
sonar bónda í Hvammi í Ölfusi. En móðir hennar
var Guðbjörg, Guðmundsdóttir bónda í Kiðabergi í
Grímsnesi. Móðir Magnúsar föður Aldísar var
Guðrún Sæmundsdóttir bónda á Stóruborg í Gríms-
nesi, Þóroddssonar. En móðir Þorgils föður Magn-
úsar var Guðrún Jónsdóttir bónda á Búrfelli í
Grímsnesi, Vernharðssonar lögréttumanns s. st.,
Ófeigssonar lögréttum. í Skipholti, Magnússonar.
Bróðir Jóns á Búrfelli var Ófeigur stúdent, skrifari
Eggerts lögmanns Ólafssonar og drukknaði með
honum, 30. maí 1768, þá 22. ára. — Þau Franklin
og Aldís giftu sig árið 1912. Þau eru ein hin
mestu ágætishjón, samhent við búskapinn, sam-
huga í góðgjörðasemi við þá sem bágt eiga á ein-
hvern hátt og samvalin í því að gera heimilið á-