Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 92
90
nægjulegt. Böm þeirra eru: 1. Pétur; 2. Brynhild-
ur; 3. Þóra; 4. Halldóra. Ragnar Líndal er sonur
Aldísar, er hún átti áður en hún giftist.
Landnemi N. V. 36.
Sigurður Kr. Finnsson. — Foreldrar hans voru
Kristjón Finnsson og fyrri kona hans Sigríður,
dóttir Halldórs Reykjalíns, sem getið verður í næsta
þætti. Kona Sigurðar er Hildur, dóttir Sigfúsar
Péturssonar og Þóru Sveinsdóttur, sem hér var
getið. Þau eru ein hin gjörfulegustu hjón. Hildur
er ein hin stjórnsamasta húsfreyja. Hefir og verk-
svið hennar jafnan verið umsvifamikið, sérstaklega
hin fyrri árin, er Sigurður vann út frá heimilinu,
sem verið mun hafa flesta vetur, fyrir lengri eða
skemri tíma, en búið umfangsmikið. Hún er prýði-
lega mentuð og vel greind. En Sigurður hefur verið
hinn mesti athafnamaður og ötull til framkvæmda.
Hafa og sveitungar hans haft mikið traust á hon-
um í hinum meiriháttar framkvæmdarmálum sín-
um, sem hann og unnið hefir heill og óskiftur að.
Hann er skýrleiks maður og vel máli farinn.
Hraustmenni er hann að burðum og hinn karl-
mannlegasti á velli. Hafa þau hjón búið hér einu
mesta rausnarbúi full 30 ár. Þau giftu sig 2. feb.
1901. Börn þeirra eru: 1. Þóra Sigrún; 2. Firðrik:
3. Sigfús; 4. Halldór Reykjalín; 5. Sigurður Hildi-
brandur; 6. Kristjón Baldur; 7. Hildur Sigríður: 8.
Ásgeir Ingvi; 9. Salín Rannveig; 10. Erlingur Sveinn
dó á barnsaldri. — Þóra dóttir þeirra er gift
Jóhanni Bjarnasyni Jóhannssonar, er vinnur við
bændaverzlunina í Árborg, þar eru þau búsett. Þau ‘
giftu sig 2. júlí 1930. (Sjá landnemar Geysisbygðar
34, 35.
Landnemi N. E. 36.
Kristjón Finnsson. — Faðir hans var Finnur út-
vegsbóndi í Keflavík undir Snæfellsjökli, Jónsson *
bónda á Lágafelli í Miklaholthreppi, Magnússonar
bónda í Hlíð í Hörðudal, Guðmundssonar. Móðir
Kristjóns var Kristín Tómasdóttir útvegsbónda í
Keflavík, Ólafssonar ættfræðings í Snóksdal. Móðir