Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 93
91
Kristínar- var Kristín Sveinsdóttir bónda í Snóks-
dal. (?) En móðir Tómasar var Svanlaug Þórðar-
dóttir bónda á Vatnshorni í Haukadal. Móðir henn-
ar var Guðrún Tómasdóttir Bjarnasonar Tómas-
sonar Þorsteinssonar Oddssonar Þorsteinssonar
leikara, er var seinasti maður Þórunnar dóttur
Jóns biskups Arasonar. (En var barnlaus með
henni). Móðir Finns föður Kirstjóns var Vigdís
Andrésdóttir bónda á Þorleifsstöðum í Dölum, Jóns-
sonar bónda s. st., Magnússonar bónda s. st., Jóns-
sonar bónda á Kálfalæk í Hraunhrepp, Eiríkssonar,
Finnssonar bónda á Ökrum á Mýrum, Steindórsson-
ar sýslumanns á Ökrum, Finnssonar bónda bar,
Arnórssonar. Móðir Jóns á Lágafelli föðurföður
Kristjóns var Sigríður Jónsdóttir bónda í Tjaldanesi.
Móðir hennar var Elín Einarsdóttir sýslumanns í
Strandasýslu, Magnússonar sýslumanns á Ingjalds-
hóli, Björnssonar. — Hálfbróðir Sigríðar frá Tjalda-
nesi sammæðra var hinn mikli lærdóms og gáfu-
maður Grímur Thorkelín etazráð. En faðir hans
var Jón sonur Teits sýslumanns á Reykhólum Ara-
sonár sýslumanns í Haga, Þorkelssonar.
Kristjóns Finnssonar er getið í sögu Mikleyjar.
Þar tók hann land. En á þessu landi tók hann
annan landtökurétt. Hann var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigríður dóttir Halldórs Reykjalíns
Friðrikssonar prests á Stað á Reykjanesi, Jóns-
sonar prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Þor-
varðssonar. Móðir Sigríðar var Sigurrós Halldórs-
dóttir prófasts á Melstað, Ásmundasonar bíldhöggv-
ara. En rnóðir hennar var Margrét (seinni kona
séra Halldórs.) Egilsdóttir prests á Staðarbakka
Jónssonar. Móðir Halldórs Reykjalíns var Valgerð-
ur Pálsdóttir skólameistara á Hólum síðar prests á
Stað á Reykjanesi, Hjálmarssonar. En móðir henn-
ar var Ingibjörg Bjarnadóttir prests á Melstað,
Péturssonar. Þau Kristjón og Sigríður giftu sig
vorið 1876. Hún lézt eftir fárra ára sambúð þeirra.
Börn þeirra eru: Sigurður, er hér var getið að
framan og Sigríður, kona Gunnlaugs Martens, Guð-