Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 98
96
þessa bygð, — og jafnframt ótrauð að fara út í
hvaða veður sem var, þótt um hánótt væri í hríðar-
veðri í nístingsfrosti; svo var fórnfýsi hennar mikil
í þágu hins mikla mannúðarstarfs. En tápiö og
kjarkurinn virtist jafnan óbilandi. Mun hennar því
jafnan verða minst með aðdáun og þakklátum hug,
af öllum þeim er nutu hennar liðsinnis og viðkynn-
ingar.
Friðrik S. Finnsson. — Hann keypti landið af
þeim Birni og Sigurbjörgu, er þau fluttu til sonar
síns vestur í Elfros. Friðrik er sonur Sigurðar
Finnssonar sem áður var getið. (II, N. V. 36.)
Kona hans er Helga Guðbjörg. Þau giftu sig 12.
júlí 1930. Foreldrar hennar eru Guðmundur Fél-
steð fyrv. þingmaður Gimli-kjördæmis og Jakobína
Einarsdóttir landnema í Víðinesbygð, Einarssonar
á Auðnum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu.
Landnemi S. V. 3.
Gísli B. Jóhannsson. — Hann er sonur Björns
Jóhannssonar og Sigurbjargar yfirsetukonu, sem
hér var getiö að framan. Kona hans er Jóhanna
Guðríður dóttir Gunnars Einarssonar. (S. E. 2.)
Þau eru flutt af landinu.
Landnemi N. E. 9.
Arthur Hibbert. — Hann er frá Manchester á
Englandi. Kona hans var Gróa Jónatansdóttir land-
nema í Mordenbygð, en systir Jakobs Líndals, sem
hér verður getið. Þau eignuðust 7 börn hér nafn-
greind: 1. James Júlíus Jónatan; 2. Henry Líndal;
3. Oliver Harold; 4. Gústaf Stefán, dáinn 1917: 5.
Ingbjörg Helga; 6. Gústaf Arthur; 7. Thorsteinn
Alfred, hann er í fóstri á Jaðri. Gróa lézt 25.
Apríl 1924 á bezta aldurskeiði frá ungum börnum.
Arthur hefur síðan búið hér með börnum sínum.
Pljá honum var sett pósthús er nefnist Sylvan, sem
bygðin þar umhverfis ber nafn af. Þar hefur Arth-
ur haft póstafgreiösluna á hendi fyrir langan tíma.
Vel mætti heimfæra það upp á Sylvan búa gagn-
vart Arthur Hibbert, sem Njála okkar segir um