Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 103
101
Landnemi N. E. 3.
Jósef Schram. — Faðir hans var Jóhann Sehram
er var danskur að ætt. Hann var sá er gekk upp
stapa þann er Kerling nefnist, sem er þverhnýpt
bjarg sunnan í Drangey, 600 fet frá sjó. Kleif hann
það á þann hátt, að hann rak járnbolta í bergið á
undan sér, þar til hann komst upp. Standa þeir
boltar ennþá fastir í dranganum, til minja um það
óbrotgjarna afreksverk. Móðir Jósefs var Ragn-
heiður Pálsdóttir prests á Brúarlandi, Erlendssonar
klausturlialdara á Munkaþverá, Hjálmarssonar. En
móðir hennar var Elín, dóttir Halldórs Vídalíns
klausturhaldara á Reynistað. — Kona Jósefs er
Kristín Jónasdóttir bónda á Harastöðum í Mið-
dölum, Jóhannessonar bónda á Saurum í Laxár-
dal í Dölum. Móðir Kristínar var Guðný Einars-
dóttir bónda á Harastöðum, Einarssonar, Pálsson-
ar. En móðir Jónasar föður Kristínar var Sigríður
Þorsteinsdóttir bónda á Saurum; gáfukona, skáld-
mælt og skörungur mikill. — Jósef er fæddur á
Höfða á Höfðaströnd 6. marz 1844. Þar bjuggu þá
foreldrar hans. En Kristín er fædd 20. marz 1852.
Þau giftu sig á Gimli 19. júlí 1877. Þrem árum
síðar fluttu þau suður til Hallson, N. D. Þar bjuggu
þau í 19 ár. Árið 1901 fluttu þau að sunnan og
settust á landið, sem þau tóku þá rétt á. —: Þau
eignuðust einn son, Jónas, sem hér var getið, og
sex dætur: 1. Guðný, gift Oddi Sveinssyni, voru
búsett að Mountain, hún er dáin; 2. Valgerður,
seinni kona Jóns S. Nordals: 3. Ragnheiður Elín,
kona Guðmundar Einarssonar verzlunarstjóra í
Árborg; 4. Jóhanna, ekkja Jóhannesar S. Nordals;
5. Þóra Margrét; 6. Ásta, kona Vilhelms Pálssonar
á Kjarna í Geysisbygð. Nú eru þau gömlu hjónin
flutt til Árborgar. Þar dvelja þau hjá tveim dætr-
um sínum, Jóhönnu og Þóru, sem þar búa saman
í húsi. —■ Þau Jósef og Kristín hafa verið hin mynd-
arlegustu hjón, bráðgreind og skemtileg. Er og enn
þá rnjög ánægjulegt að heimsækja þau, svo fróð
eru þau og minnug, skýr og greinileg. Mörg undan-