Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 104
102
farin ár hefir Jósef ekki litið dagsljósið, en skær
er hans innri sjón, er hann skygnir út í víðáttu
tilverunnar, þótt kominn sé nú hátt á níræðisaldur.
Og Kristín á ennþá góðar leifar eftir af sinni at-
hyglisgáfu og skarpa skilningi, er liún átt hefir í
ríkum mæli — að sögn þeirra, er þektu hana áður.
Og glögg merki ber hún þess að hafa verið hin
íríðasta kona. Þótti hún og verið liafa hinurn beztu
kvenkostum gædd. Bræður Kristínar voru þeir
Einar læknir á Gimli og Jóhannes landnemi á Jaðri.
Landnemi S. E. 4.
Friðfinnur Sigurðsson. — Hann er sonur Sig-
urðar í Fagradal Friðfinnssonar. Þá var hann
á 4. ári, er hann fluttist með foreldrum sínum
vestur, 1883. Dugnaðarmaður er hann og dreng-
lundaður. Kona hans er Oddný, dóttir Sigfúsar á
Blómsturvöllum. — Börn þeirra eru: 1. Sigurður;
2. Kristrún; 3. Björg Helga. Oddný var áður gift
Jóni í Gilhaga í Árdalsbygð (lot 23). Sonur þeirra
er Jón. Oddný er röggsamleg búsýslukona. Staðið
hefir og bú þeirra í miklum framgangi.
Landnemi S. V. 4.
Þorsteinn Jónsson. — Hann er sonur Jóns Helga,
sem Helgavatn er kent við, þar sem hann nam
land. Þorsteinn hefir ekki búið á þessu landi, en
hann býr á föðurleifð sinni móti Jóni bróður sín-
um. Kona hans er Ethel, dóttir Tómasar Sigurðs-
sonar landnema í Geysisbygð (lot V. E. 28).
Kristinn Kristinsson keypti þetta land af Þor-
steini og býr hér. Hann er albróðir Sigurðar Krist-
inss'nar, sem áður er getið (N. V. 2). — Kona
Kristins er Hólmfríður, dóttir Jóns á Helgavatni,
Þorsteinssonar. En móðir hennar er Arnfríður
Jónsdóttir bónda á Miklabæ í Óslandshlíð, Gísla-
sonar bónda í Garðshorni á Höfðaströnd, Guð-
mundssonar bónda í Hólakoti í Fljótum, Gamla-
sonar, Þorleifssonar. Móðir Arnfríðar var Ingibjörg
Jónsdóttir bónda á Miðhúsum í Óslandshlíð, sem
verið hefir 7. liður í beinan karllegg frá Magnúsi