Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 105
103
prúða sýslumanni á Bæ á Rauðasandi, eftir því
sem talið er í ættum Skagfirðinga, að hann hafi
verið sonur Eggerts prests í Glaumbæ, Eiríksson-
ar. Móðir Jóns í Miklabæ, föður Arnfríðar, var
Arnfríður Þórðardóttir bónda á Vestrahóli, Guð-
mundssonar bónda á Ósbrekku, Jónssonar bónda
í Brimnesi, Arnórssonar, Þorsteinssonar í Stóru-
brekku (Stórubrekku-ætt). — Arnfríður dvelur
nú hjá Hólmfríði dóttur sinni, komin um áttrætt:
og enn ber hún þess glögg merki, að bafa verið
fríðleikskona og prýðis vel greind. Bróðir hennar
er Albert, faðir séra Eiríks á Hesti, þar sem Al-
bert nú dvelur. Um ætt Jóns á Helgavatni fóður
Hólmfríðar hafa enn ekki fengist aðrar ábyggileg-
ar upplýsingar, en að Þorsteinn faðir bans var Gott-
skálksson. Jón lézt 1924. — Þau Kristinn og Hlóm-
fríður giftu sig 1912. Sambent eru þau hjón að
dugnaði og fyrirhyggju. Börn þeirra eru: 1. Albert
Jón; 2. Þorsteinn Helgi; 3. María; 4. Alfröðina
Kristín; 5. Beatrice. — Kristinn hefir nýlega komið
sér upp vönduðu og rúmgóðu íbúðarhúsi. Hann er
hinn mesti framtaksmaður.
Landnemi, lot S. N. 4.
^igurður Friðfinnsson. — Hann nam áður land
í Fagradal í Geysisbygð (N. E. 36). Hér tók hann
annan rétt á þessu landi, er hann hafði til hey-
fanga.
Landnemi, Lot N. N. 4.
Guðmunc'ur Pétursson. •— Faðir hans var Pétur
landnemi í Geysisbygð (N. E. 27), Guðmundsson
bónda í Hólmakoti í Hraunhreppi, Péturssonar
bónda s. st., Hrómundssonar bónda í Laxárholti,
Jónssonar bónda í Stóra-Hrauni, Jónssonar. Móð-
ir Hrómundar var Guðrún Hrómundsdóttir, Magn-
ússonar sýslumanns í Hnappadalssýslu, Hrómunds-
sonar, Bjarnasonar. Hrómundur Bjarnason er tal-
inn hafa verið merkisbóndi mikiil á Meðalfells-
strönd á 17. öld. Margir voru af hans ætt afburða
hraustmenni. Og svo er sagt, um Pétur Hrómunds-