Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 106
104
son í Hólmakoti, er hann var eitt sinn að selveið-
um, að hann hafi þá gripið um afturhreyfa á stór-
um,sel, er svam þar laus við nótina, og kipt honum
á land upp til rots. Var það snarfenglega hreysti-
bragð mjög að minnum haft og þótti með afbrigðum.
— Guðmundar Péturssonar er getið við landnema-
tal Geysisbygðar, þar sem hann býr einbúi á föður-
leifð sinni. En landnám sitt, sem er ágætt liey-
land, leigir hann öðrum til lieyfanga.
Landnemi S. E. 6.
Baldvin Guðnason. — Foreldrar hans, Guðni
Stefánsson og Guðný Högnadóttir, tóku land í
Víðibygð (S. E. 2). — Baldvin þótti hinn mesti á-
gætis drengur og hugljúfi allra, er honum kyntust.
Hann varð bráðkvaddur 2. nóvember 1911, 29 ára.
Systir hans er Soffía, kona Þórarins Gíslasonar í
Árdalsbygð. Þau eignuðust landið.
Landnemi S. V. 6.
Sigurður Hlíðdal. — Um hann hafa engar upp-
lýsingar fengist; bjó víst aldrei lengi á landinu.
Landnemi N. E. 6.
Vilborp’ Sigurðardóttir. — Hún er systir Sigur-
mundar kaupmanns í Árborg. Jóhannes var mað-
ur Vilborgar. Hann var sonur Kristjáns bónda á
Vatnsleysu í Fnjóskadal, Arngrímssonar, Jónsson-
ar. — Þau hjón fluttu til Spanish Fork, Utah.
Þar bjuggu þau nokkuð mörg ár. Þau eignuðust
6 börn: 1. Haralduri 2. Anna; 3. Sigurbjörg; 4.
Lára: 5. Albert; 6. Lífvæna. Árið 1906 kom hún
hingaö með börnin, en maður hennar var þar eftir.
Tók hún þá landið og settist þar að. Þar bjó hún
í 7 ár. Þaðan flutti hún suður til Washington og
börnin með henni.
Landnemi S. V. 9.
Einar J. Benjamínsson. — Faðir háns er Jósef
landnemi í Geysibygð (lot N. S. 34), Benjamínsson
bónda á Jörfa í Víðidal, Bérgþórssonar. Bræður
voru þeir Bergþór og Sigurður í Valdárósi í Víði-
dal, faðir Jóns hreppstjóra á Lækjamóti, föður
Sigurðar, er þar bjó eftir hann, og einnig var